Mótorhjólamaður bjargar kaffibollanum Finnur Thorlacius skrifar 15. júlí 2013 09:15 Hann var með athyglisgáfuna í lagi mótorhjólamaðurinn Nate Bos í Utah fylki í Bandaríkjunum um daginn og myndaði allt í leiðinni. Hann er á rúntinum að njóta mótorhjóls síns þegar hann tekur eftir því að kaffibolli er ofan á afturstuðara jeppa sem fyrir framan hann er. Hann gerir sér lítið fyrir, ekur aftan að bílnum og grípur kaffibollann áður en hann dettur af stuðaranum. Því næst ekur hann að hlið ökumanns jeppans, sem er kona og afhendir henni bollann við mikla furðu hennar og þakklæti. Það er ekki alveg á allra færi að leika þetta eftir en fimi hans á hjólinu lætur þetta líta út fyrir að vera mikill hægðarleikur. Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent
Hann var með athyglisgáfuna í lagi mótorhjólamaðurinn Nate Bos í Utah fylki í Bandaríkjunum um daginn og myndaði allt í leiðinni. Hann er á rúntinum að njóta mótorhjóls síns þegar hann tekur eftir því að kaffibolli er ofan á afturstuðara jeppa sem fyrir framan hann er. Hann gerir sér lítið fyrir, ekur aftan að bílnum og grípur kaffibollann áður en hann dettur af stuðaranum. Því næst ekur hann að hlið ökumanns jeppans, sem er kona og afhendir henni bollann við mikla furðu hennar og þakklæti. Það er ekki alveg á allra færi að leika þetta eftir en fimi hans á hjólinu lætur þetta líta út fyrir að vera mikill hægðarleikur.
Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent