Vikernes átti íslenskan pennavin Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 16. júlí 2013 15:41 Vikernes (t.h.) fékk senda íslenska orðabók og Hávamál frá Unnari og hafði mikinn áhuga á rúnum. samsett mynd Unnar Bjarnason, trommuleikari hljómsveitarinnar Sororicide, var í bréfasamskiptum við Kristian „Varg“ Vikernes fyrir um tveimur áratugum síðan, en Vikernes var handtekinn í morgun vegna gruns um að hafa skipulagt hryðjuverk. „Já það getur passað,“ segir Unnar í samtali við Vísi, en hann kynntist Vikernes vegna áhuga Norðmannsins á Íslandi og á hljómsveit Unnars. „Hann sendi okkur bréf og var að athuga með tengiliði á Íslandi. Ég svaraði því og þá upphófust bara bréfaskriftir okkar á milli.“ Unnar og Vikernes skrifuðust á eftir að sá síðarnefndi hóf afplánun á 21 árs fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir morð og kirkjubrennur, og stóðu bréfaskiptin yfir í nokkur ár. Unnar segist þó ekki vera með smáatriði bréfanna á hreinu. „Hann var að ýja að því að ég ætti að gera Ísland að heiðnu landi sem var auðvitað djók. Hann var svolítið rasískur en skemmtilegur líka. Þetta var ekki bara einhver geðveiki. Ég þyrfti bara að skoða þessi bréf aftur, ég á þau einhvers staðar.“Söng á íslensku Vikernes fékk senda íslenska orðabók og Hávamál frá Unnari og hafði mikinn áhuga á rúnum. „Svo söng hann eina plötu á íslensku,“ segir Unnar, sem var nýbúinn að lesa um þessa nýjustu handtöku pennavinarins fyrrverandi. „Já ég var að lesa þetta. Ég sé ekki alveg hvað þeir hafa á hann. Konan hans kaupir einhverjar fjórar byssur. Ef hann er búinn að vera að skipuleggja eitthvað í líkingu við það sem hann er sakaður um er hann auðvitað bara brjálæðingur, en maður veit ekki hvað maður á að halda. Hann hefur komið fram í viðtölum og komið bara eðlilega fram þar. Til dæmis tjáði hann sig um Breivik-málið og var gjörsamlega á móti því sem hann gerði.“ Noregur Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Unnar Bjarnason, trommuleikari hljómsveitarinnar Sororicide, var í bréfasamskiptum við Kristian „Varg“ Vikernes fyrir um tveimur áratugum síðan, en Vikernes var handtekinn í morgun vegna gruns um að hafa skipulagt hryðjuverk. „Já það getur passað,“ segir Unnar í samtali við Vísi, en hann kynntist Vikernes vegna áhuga Norðmannsins á Íslandi og á hljómsveit Unnars. „Hann sendi okkur bréf og var að athuga með tengiliði á Íslandi. Ég svaraði því og þá upphófust bara bréfaskriftir okkar á milli.“ Unnar og Vikernes skrifuðust á eftir að sá síðarnefndi hóf afplánun á 21 árs fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir morð og kirkjubrennur, og stóðu bréfaskiptin yfir í nokkur ár. Unnar segist þó ekki vera með smáatriði bréfanna á hreinu. „Hann var að ýja að því að ég ætti að gera Ísland að heiðnu landi sem var auðvitað djók. Hann var svolítið rasískur en skemmtilegur líka. Þetta var ekki bara einhver geðveiki. Ég þyrfti bara að skoða þessi bréf aftur, ég á þau einhvers staðar.“Söng á íslensku Vikernes fékk senda íslenska orðabók og Hávamál frá Unnari og hafði mikinn áhuga á rúnum. „Svo söng hann eina plötu á íslensku,“ segir Unnar, sem var nýbúinn að lesa um þessa nýjustu handtöku pennavinarins fyrrverandi. „Já ég var að lesa þetta. Ég sé ekki alveg hvað þeir hafa á hann. Konan hans kaupir einhverjar fjórar byssur. Ef hann er búinn að vera að skipuleggja eitthvað í líkingu við það sem hann er sakaður um er hann auðvitað bara brjálæðingur, en maður veit ekki hvað maður á að halda. Hann hefur komið fram í viðtölum og komið bara eðlilega fram þar. Til dæmis tjáði hann sig um Breivik-málið og var gjörsamlega á móti því sem hann gerði.“
Noregur Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?