Frjálslegur gasfarmur Finnur Thorlacius skrifar 19. júlí 2013 08:45 Það vísar aldrei á gott að lenda í árekstri með fullan bíl af gaskútum. Enn verra er að aka óvarlega og binda farminn ekki niður að neinu ráði. Það er margt skrítið sem gerist á götunum í Rússlandi og mikið af því næst á mynd. Hér sést hvar vöruflutningabíll hlaðinn gaskútum lendir í árekstri og farmurinn springur í einskonar raðsprengingum. Þétt umferð er á veginum þar sem þetta gerist og því eru vegfarendur í mikilli hættu og reyna að sjálfsögðu að forða sér. Sem betur fer meiddist enginn í þessu skrautlega óhappi og á myndskeiðinu að ofan sést hvar ökumaður flutningabílsins hleypur frá honum. Líklega er þetta samt allt saman eins og hver annar dagur í Rússlandi. Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent
Það vísar aldrei á gott að lenda í árekstri með fullan bíl af gaskútum. Enn verra er að aka óvarlega og binda farminn ekki niður að neinu ráði. Það er margt skrítið sem gerist á götunum í Rússlandi og mikið af því næst á mynd. Hér sést hvar vöruflutningabíll hlaðinn gaskútum lendir í árekstri og farmurinn springur í einskonar raðsprengingum. Þétt umferð er á veginum þar sem þetta gerist og því eru vegfarendur í mikilli hættu og reyna að sjálfsögðu að forða sér. Sem betur fer meiddist enginn í þessu skrautlega óhappi og á myndskeiðinu að ofan sést hvar ökumaður flutningabílsins hleypur frá honum. Líklega er þetta samt allt saman eins og hver annar dagur í Rússlandi.
Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent