Ford F-150 slær við Toyota Camry vestra Finnur Thorlacius skrifar 2. júlí 2013 16:15 Ford F-150 pallbíllinn Fjögur síðustu ár hefur söluhæsta einstaka bílgerðin í Bandaríkjunum sem framleidd er að fullu þar verið Toyota Camry. Breyting gæti orðið á því þar sem söluhæsti bíllinn þetta árið er nú pallbíllinn Ford F150, en sá bíll var sá söluhæsti þrjú ár á undan þessum góðu árum Camry. Þessi breyting er nokkuð lýsandi fyrir ágæta sölu amerískra pallbíla og almennt góða sölu þarlendra framleiðenda. Söluaukningin á Ford F-150 það sem af er ári nemur 22 prósentum. Engu að síður er Toyota söluhæsta bílamerkið í Bandaríkjunum eins og í fyrra og slær þar við þeim þremur stóru amerísku. Í næstu sætum á eftir hinum einstöku gerðum F-150 og Camry eru svo Dodge Avenger, Honda Odyssey, Toyota Sienna, Chevrolet Traverse, Toyota Tundra, GMC Acadia, Buick Enclave og Toyota Avalon í tíunda sæti. Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent
Fjögur síðustu ár hefur söluhæsta einstaka bílgerðin í Bandaríkjunum sem framleidd er að fullu þar verið Toyota Camry. Breyting gæti orðið á því þar sem söluhæsti bíllinn þetta árið er nú pallbíllinn Ford F150, en sá bíll var sá söluhæsti þrjú ár á undan þessum góðu árum Camry. Þessi breyting er nokkuð lýsandi fyrir ágæta sölu amerískra pallbíla og almennt góða sölu þarlendra framleiðenda. Söluaukningin á Ford F-150 það sem af er ári nemur 22 prósentum. Engu að síður er Toyota söluhæsta bílamerkið í Bandaríkjunum eins og í fyrra og slær þar við þeim þremur stóru amerísku. Í næstu sætum á eftir hinum einstöku gerðum F-150 og Camry eru svo Dodge Avenger, Honda Odyssey, Toyota Sienna, Chevrolet Traverse, Toyota Tundra, GMC Acadia, Buick Enclave og Toyota Avalon í tíunda sæti.
Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent