Ford F-150 slær við Toyota Camry vestra Finnur Thorlacius skrifar 2. júlí 2013 16:15 Ford F-150 pallbíllinn Fjögur síðustu ár hefur söluhæsta einstaka bílgerðin í Bandaríkjunum sem framleidd er að fullu þar verið Toyota Camry. Breyting gæti orðið á því þar sem söluhæsti bíllinn þetta árið er nú pallbíllinn Ford F150, en sá bíll var sá söluhæsti þrjú ár á undan þessum góðu árum Camry. Þessi breyting er nokkuð lýsandi fyrir ágæta sölu amerískra pallbíla og almennt góða sölu þarlendra framleiðenda. Söluaukningin á Ford F-150 það sem af er ári nemur 22 prósentum. Engu að síður er Toyota söluhæsta bílamerkið í Bandaríkjunum eins og í fyrra og slær þar við þeim þremur stóru amerísku. Í næstu sætum á eftir hinum einstöku gerðum F-150 og Camry eru svo Dodge Avenger, Honda Odyssey, Toyota Sienna, Chevrolet Traverse, Toyota Tundra, GMC Acadia, Buick Enclave og Toyota Avalon í tíunda sæti. Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent
Fjögur síðustu ár hefur söluhæsta einstaka bílgerðin í Bandaríkjunum sem framleidd er að fullu þar verið Toyota Camry. Breyting gæti orðið á því þar sem söluhæsti bíllinn þetta árið er nú pallbíllinn Ford F150, en sá bíll var sá söluhæsti þrjú ár á undan þessum góðu árum Camry. Þessi breyting er nokkuð lýsandi fyrir ágæta sölu amerískra pallbíla og almennt góða sölu þarlendra framleiðenda. Söluaukningin á Ford F-150 það sem af er ári nemur 22 prósentum. Engu að síður er Toyota söluhæsta bílamerkið í Bandaríkjunum eins og í fyrra og slær þar við þeim þremur stóru amerísku. Í næstu sætum á eftir hinum einstöku gerðum F-150 og Camry eru svo Dodge Avenger, Honda Odyssey, Toyota Sienna, Chevrolet Traverse, Toyota Tundra, GMC Acadia, Buick Enclave og Toyota Avalon í tíunda sæti.
Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent