Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Santa Coloma 4-0 Guðmundur Marinó Ingvarsson á Kópavogsvelli skrifar 4. júlí 2013 11:25 Mynd/Vilhelm Breiðablik átti ekki í miklum vandræðum með Santa Coloma frá Andorra í fyrri leik liðanna í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Breiðablik vann 4-0 eftir að hafa verið 3-0 yfir í hálfleik. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, mætti á Kópavogsvöllinn í kvöld og tók myndirnar hér fyrir ofan. Breiðablik gerði í raun út um leikinn með þremur mörkum á sex mínútna kafla um miðbik fyrri hálfleiks og var eftirleikurinn í raun auðveldur og hefði liðið auðveldlega getað unnið enn stærri sigur. Lið Santa Coloma veitti Breiðabliki litla mótspyrnu og áttu heimamenn í litlum vandræðum með að opna vörn þeirra. Sóknarlega olli Santa Coloma Breiðabliki engum vandræðum og sköpuðu sér ekki færi fyrr en dæmt var mark af liðinu vegna rangstöðu á 81. mínútu. Breiðablik skapaði sér ekki mörg færi í seinni hálfleik og sótti ekki af sama krafti og í fyrri hálfleik og virtist sem leikmenn væru að passa sig á að fara ekki í tvísýnar tæklingar til að forðast það að meiðast í leik þar sem úrslitin voru fyrir löngu ráðin. Ólafur: Bjóst við þeim sterkari„Mér fannst þetta vera öruggur og sannfærandi. Það er gott að halda hreinu og fínt að skora þessi fjögur mörk,“ sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks. „Ég hefði viljað skora fleiri mörk en það er ekki hægt að fá allt og ég er sáttur við það hvernig við tækluðum þennan leik. „Ég bjóst við þeim sterkari. Þeir höfðu engu að tapa eftir að við skoruðum þessi þrjú mörk í fyrri hálfleik og þá fannst mér þeir færa sig framar. Þá hefði ég viljað að við værum aðeins grimmari að ráðast á þá en það var auðveldara en ég átti von á að fara í gegnum þá og það helgast að því að það er langt síðan þeir spiluðu leik og leikæfingin ekki mikil. „Strákarnir spiluðu vel og héldu hreinu og það er jákvætt að skora þrjú mörk á sex mínútum. Eru íslensk félög að kvarta yfir því að vinna 4-0 í Evrópukeppni. Þá erum við að klofa mjög langt. Mér fannst menn líka passa sig að fara ekki í návígi sem gætu kostað meiðsl og annað því þeir voru orðnir pirraðir í restina,“ sagði Ólafur sem vildi ekkert gefa upp um hvort hann myndi hvíla lykilmenn í seinni leiknum. „Allir ellefu sem byrja inn á fá ekki að hvíla. Við förum með sterkt lið og tökum verkefnið alvarlega.“ Ellert: Förum ekki út í einhverja menningarferð„Ég er mjög sáttur að halda hreinu og fara út með fjögur mörk. Það verður að teljast gott,“ sagði Ellert Hreinsson sem skoraði tvö mörk í dag. „Við höfðum ekki hugmynd hverju við værum að fara mæta fyrir utan að þeir heita FC Santa Coloma. Við höfðum ekki miklar upplýsingar um þá. „Það var frábært að ná þessum mörkum snemma í leiknum því við vissum að þeir myndu liggja til baka og keyra með skyndisóknum á okkur. Við vissum að þetta gæti verið þolinmæðisverk. Því var frábært að brjóta þá á bak aftur og ná þessum mökrum snemma,“ sagði Ellert sem reyndi að ná þrennunni með skoti frá miðju skömmu eftir að hann skoraði sitt annað mark. „Ég sá að hann stóð framarlega en skotið var ekkert sérstakt,“ sagði Ellert sem fékk einnig að líta gula spjaldið í leiknum við litla hrifningu þjálfarans Ólafs Kristjánssonar. „Óli var ekkert sérstaklega ánægður. Ég splæsi ekki oft í einhverjar tæklingar en ákvað að gera það í fyrri hálfleik úti í horni. Hann gaf mér hýrt auga. „Við vanmetum ekki andstæðinginn og förum í seinni leikinn með fulla einbeitingu. Við erum ekki að fara þarna út í einhverja menningarferð,“ sagði Ellert. Evrópudeild UEFA Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Sjá meira
Breiðablik átti ekki í miklum vandræðum með Santa Coloma frá Andorra í fyrri leik liðanna í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Breiðablik vann 4-0 eftir að hafa verið 3-0 yfir í hálfleik. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, mætti á Kópavogsvöllinn í kvöld og tók myndirnar hér fyrir ofan. Breiðablik gerði í raun út um leikinn með þremur mörkum á sex mínútna kafla um miðbik fyrri hálfleiks og var eftirleikurinn í raun auðveldur og hefði liðið auðveldlega getað unnið enn stærri sigur. Lið Santa Coloma veitti Breiðabliki litla mótspyrnu og áttu heimamenn í litlum vandræðum með að opna vörn þeirra. Sóknarlega olli Santa Coloma Breiðabliki engum vandræðum og sköpuðu sér ekki færi fyrr en dæmt var mark af liðinu vegna rangstöðu á 81. mínútu. Breiðablik skapaði sér ekki mörg færi í seinni hálfleik og sótti ekki af sama krafti og í fyrri hálfleik og virtist sem leikmenn væru að passa sig á að fara ekki í tvísýnar tæklingar til að forðast það að meiðast í leik þar sem úrslitin voru fyrir löngu ráðin. Ólafur: Bjóst við þeim sterkari„Mér fannst þetta vera öruggur og sannfærandi. Það er gott að halda hreinu og fínt að skora þessi fjögur mörk,“ sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks. „Ég hefði viljað skora fleiri mörk en það er ekki hægt að fá allt og ég er sáttur við það hvernig við tækluðum þennan leik. „Ég bjóst við þeim sterkari. Þeir höfðu engu að tapa eftir að við skoruðum þessi þrjú mörk í fyrri hálfleik og þá fannst mér þeir færa sig framar. Þá hefði ég viljað að við værum aðeins grimmari að ráðast á þá en það var auðveldara en ég átti von á að fara í gegnum þá og það helgast að því að það er langt síðan þeir spiluðu leik og leikæfingin ekki mikil. „Strákarnir spiluðu vel og héldu hreinu og það er jákvætt að skora þrjú mörk á sex mínútum. Eru íslensk félög að kvarta yfir því að vinna 4-0 í Evrópukeppni. Þá erum við að klofa mjög langt. Mér fannst menn líka passa sig að fara ekki í návígi sem gætu kostað meiðsl og annað því þeir voru orðnir pirraðir í restina,“ sagði Ólafur sem vildi ekkert gefa upp um hvort hann myndi hvíla lykilmenn í seinni leiknum. „Allir ellefu sem byrja inn á fá ekki að hvíla. Við förum með sterkt lið og tökum verkefnið alvarlega.“ Ellert: Förum ekki út í einhverja menningarferð„Ég er mjög sáttur að halda hreinu og fara út með fjögur mörk. Það verður að teljast gott,“ sagði Ellert Hreinsson sem skoraði tvö mörk í dag. „Við höfðum ekki hugmynd hverju við værum að fara mæta fyrir utan að þeir heita FC Santa Coloma. Við höfðum ekki miklar upplýsingar um þá. „Það var frábært að ná þessum mörkum snemma í leiknum því við vissum að þeir myndu liggja til baka og keyra með skyndisóknum á okkur. Við vissum að þetta gæti verið þolinmæðisverk. Því var frábært að brjóta þá á bak aftur og ná þessum mökrum snemma,“ sagði Ellert sem reyndi að ná þrennunni með skoti frá miðju skömmu eftir að hann skoraði sitt annað mark. „Ég sá að hann stóð framarlega en skotið var ekkert sérstakt,“ sagði Ellert sem fékk einnig að líta gula spjaldið í leiknum við litla hrifningu þjálfarans Ólafs Kristjánssonar. „Óli var ekkert sérstaklega ánægður. Ég splæsi ekki oft í einhverjar tæklingar en ákvað að gera það í fyrri hálfleik úti í horni. Hann gaf mér hýrt auga. „Við vanmetum ekki andstæðinginn og förum í seinni leikinn með fulla einbeitingu. Við erum ekki að fara þarna út í einhverja menningarferð,“ sagði Ellert.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Sjá meira