Upptökur á Game of Thrones hefjast í júlí Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 25. júní 2013 12:51 Leikarinn Kit Harrington hefur heimsótt Ísland síðustu tvö ár. Ekki liggur fyrir hvort hann verður í föruneyti þáttanna að þessu sinni. Von er á tökuliði frá HBO-sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum til Íslands í júlí til að taka upp atriði í ævintýrasjónvarpsþættina vinsælu Game of Thrones. Þetta verður í þriðja sinn sem tökulið þáttanna kemur hingað til lands en sá munur er á tökunum í sumar og hinum að í þetta sinn munu tökur fram að sumarlagi. Snorri Þórisson, forstjóri kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Pegasus, sem stendur að tökunum, segir að tökurnar muni fara fram á Suðurlandi og verða svipaðar að umfangi og síðustu tvö ár. „Þetta er allt að gerast seinni hluta júlí mánaðar. Umfangið er mjög svipað. Þetta hafa verið á annað hundrað manns og með aukaleikurum farið yfir 200 í heildina.“ Pegasus auglýsti á dögunum eftir tuttugu sköllóttum Íslendingum til að taka að sér aukahlutverk í þáttunum. Snorri segir að viðbrögðin hafi ekki látið á sér standa. „Já, við fengum dálítið mikið af sköllóttum mönnum. Það er greinilegt að Íslendingar eru að missa hárið núna.“ Game of Thrones sjónvarpsþættirnir hafa notið mikilla vinsælda víða um heim síðustu misseri og var þriðja þáttaröð þáttanna sú vinsælasta í sögu HBO-sjónvarpsstöðvarinnar. Þá settu aðdáendur þáttanna heimsmet í ólöglegu niðurhali meðan á sýningum á þriðju þáttaröðinni stóð. Íslenskt landslag var áberandi í annarri og þriðju þáttaröð Game of Thrones en útlit þáttanna hefur fengið mikið lof. Á Íslandi hafa tökur meðal annars farið fram í nágrenni Vatnajökuls, Snæfellsjökuls og Mývatns en önnur atriði í þáttunum hafa verið tekin upp á Norður-Írlandi, í Skotlandi, á Möltu, í Marokkó og í Króatíu. Game of Thrones Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Sjá meira
Von er á tökuliði frá HBO-sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum til Íslands í júlí til að taka upp atriði í ævintýrasjónvarpsþættina vinsælu Game of Thrones. Þetta verður í þriðja sinn sem tökulið þáttanna kemur hingað til lands en sá munur er á tökunum í sumar og hinum að í þetta sinn munu tökur fram að sumarlagi. Snorri Þórisson, forstjóri kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Pegasus, sem stendur að tökunum, segir að tökurnar muni fara fram á Suðurlandi og verða svipaðar að umfangi og síðustu tvö ár. „Þetta er allt að gerast seinni hluta júlí mánaðar. Umfangið er mjög svipað. Þetta hafa verið á annað hundrað manns og með aukaleikurum farið yfir 200 í heildina.“ Pegasus auglýsti á dögunum eftir tuttugu sköllóttum Íslendingum til að taka að sér aukahlutverk í þáttunum. Snorri segir að viðbrögðin hafi ekki látið á sér standa. „Já, við fengum dálítið mikið af sköllóttum mönnum. Það er greinilegt að Íslendingar eru að missa hárið núna.“ Game of Thrones sjónvarpsþættirnir hafa notið mikilla vinsælda víða um heim síðustu misseri og var þriðja þáttaröð þáttanna sú vinsælasta í sögu HBO-sjónvarpsstöðvarinnar. Þá settu aðdáendur þáttanna heimsmet í ólöglegu niðurhali meðan á sýningum á þriðju þáttaröðinni stóð. Íslenskt landslag var áberandi í annarri og þriðju þáttaröð Game of Thrones en útlit þáttanna hefur fengið mikið lof. Á Íslandi hafa tökur meðal annars farið fram í nágrenni Vatnajökuls, Snæfellsjökuls og Mývatns en önnur atriði í þáttunum hafa verið tekin upp á Norður-Írlandi, í Skotlandi, á Möltu, í Marokkó og í Króatíu.
Game of Thrones Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Sjá meira