Fótbolti

Leikið verður í Ólafsvík í riðlakeppni Futsal

Stefán Árni Pálsson skrifar
Víkingur Ólafsvík mun taka þátt í riðlakeppni Evrópukeppni UEFA í Futsal dagana 27. – 1. september sem haldin verður í 13. sinn.

Víkingur varð Íslandsmeistari á dögunum og verða því fulltrúar Íslands á mótinu en riðill Ólsara verður leikinn í Ólafsvík.

Forráðamenn Víkings sóttust eftir því að fá að hýsa einn riðil og þeim var tilkynnt að svo yrði fyrr í dag.

Fyrirkomulag keppninnar er að 29 lið taka þátt í forkeppni þar sem liðunum er skipt í 8 riðla, 5 fjögurra liða riðla og 3 þriggja liða riðla. Sigurvegari hvers riðils kemst áfram í aðalkeppnina þar sem fyrir eru 16 lið.

Dregið verður í riðla þann 3. júlí og í framhaldinu verður haldinn kynningarfundur á keppninni í Snæfellsbæ en frá þessu er greint á http://www.hsh.is.

Hér er stórt verkefni fyrir lítið en öflug félag sem án efa mun standa sig með miklum ágætum hvort sem er á vellinum sjálfum eða í framkvæmd mótsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×