Hamilton fremstur á heimavelli 29. júní 2013 13:19 Hamilton setti Mercedes-bílinn á ráspól í sólinni í dag. Bretinn Lewis Hamilton verður á ráspól á Silverstone-brautinni á morgun þegar Formúlu 1-kappaksturinn fer þar fram. Hamilton var mun fljótari en liðsfélagi sinn hjá Mercedes, Nico Rosberg, en sá ók heilum 0,4 sekúndum hægar um brautina en Hamilton. Sebastian Vettel leiðir heimsmeistaramótið en hann náði aðeins þriðja besta tíma í Red Bull-bíl sínum. Tímatakan gaf góð merki um að Mercedes gæti átt séns á sigri í breska kappakstrinum á kosnað Red Bull en Pirelli-dekkjaframleiðandinn hefur valið harðari dekkjagerðir en búist var við. Það gæti hjálpað Hamilton og Rosberg. "Það verður tvímælalaust erfitt fyrir okkur að halda Sebastian fyrir aftan okkur," sagði Hamilton. "En við gerum auðvitað okkar besta." Mark Webber, ökuþór Red Bull sem sagði upp á miðvikudaginn, ræsir fjórði á eftir liðsfélaga sínum. Skotinn Paul di Resta sló liðsfélaga sínum við hjá Force India og ræsir fimmti. Adrian Sutil verður sjöundi. Óvænta stjarna dagsins var Daniel Ricciardo hjá Toro Rosso. Hann og liðsfélaginn Jean-Eric Vergne hafa verið í fluggír alla helgina enda verða þeir að sanna sig gagnvart Red Bull-liðinu vilji þeir fá sæti Webbers á næsta ári. Ricciardo ræsir sjötti í kappakstrinum á morgun. Toro Rosso hefur aldrei staðið sig vel á Silverstone áður. Ferrari, Lotus og McLaren voru í vandræðum í tímatökunum og náðu ekki að halda í við Mercedes og Red Bull. Alonso ræsir aðeins tíundi á eftir Kimi Raikkönen í Lotus. Jenson Button þurfti að sætta sig við að komast ekki upp úr annari lotu tímatökunnar og ræsir ellefti á undan Felipe Massa í Ferrari-bílnum. Sergio Perez verður fjórtándi. Williams-liðið tekur þátt í 600. kappakstri sínum um helgina en þrátt fyrir þá ótrúlegu reynslu eru þeir aðeins í sextánda og sautjánda sæti. Formúla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton verður á ráspól á Silverstone-brautinni á morgun þegar Formúlu 1-kappaksturinn fer þar fram. Hamilton var mun fljótari en liðsfélagi sinn hjá Mercedes, Nico Rosberg, en sá ók heilum 0,4 sekúndum hægar um brautina en Hamilton. Sebastian Vettel leiðir heimsmeistaramótið en hann náði aðeins þriðja besta tíma í Red Bull-bíl sínum. Tímatakan gaf góð merki um að Mercedes gæti átt séns á sigri í breska kappakstrinum á kosnað Red Bull en Pirelli-dekkjaframleiðandinn hefur valið harðari dekkjagerðir en búist var við. Það gæti hjálpað Hamilton og Rosberg. "Það verður tvímælalaust erfitt fyrir okkur að halda Sebastian fyrir aftan okkur," sagði Hamilton. "En við gerum auðvitað okkar besta." Mark Webber, ökuþór Red Bull sem sagði upp á miðvikudaginn, ræsir fjórði á eftir liðsfélaga sínum. Skotinn Paul di Resta sló liðsfélaga sínum við hjá Force India og ræsir fimmti. Adrian Sutil verður sjöundi. Óvænta stjarna dagsins var Daniel Ricciardo hjá Toro Rosso. Hann og liðsfélaginn Jean-Eric Vergne hafa verið í fluggír alla helgina enda verða þeir að sanna sig gagnvart Red Bull-liðinu vilji þeir fá sæti Webbers á næsta ári. Ricciardo ræsir sjötti í kappakstrinum á morgun. Toro Rosso hefur aldrei staðið sig vel á Silverstone áður. Ferrari, Lotus og McLaren voru í vandræðum í tímatökunum og náðu ekki að halda í við Mercedes og Red Bull. Alonso ræsir aðeins tíundi á eftir Kimi Raikkönen í Lotus. Jenson Button þurfti að sætta sig við að komast ekki upp úr annari lotu tímatökunnar og ræsir ellefti á undan Felipe Massa í Ferrari-bílnum. Sergio Perez verður fjórtándi. Williams-liðið tekur þátt í 600. kappakstri sínum um helgina en þrátt fyrir þá ótrúlegu reynslu eru þeir aðeins í sextánda og sautjánda sæti.
Formúla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira