Game of Thrones-ferðir til Íslands Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2013 13:54 Welcome to Iceland! Stjarnan úr Game Of Thrones, Kit Harington, á tökustað á Íslandi. Ferðaskrifstofan Discover the World, í London, hefur auglýst sérstaklega ferðir til Íslands, þá gagngert til að fara á söguslóðir sjónvarpsseríunnar Game of Thrones. Um er að ræða fimm daga ferð þar sem farið verður um söguslóðir þáttanna og tökustaði, sem voru teknir upp að nokkru á Íslandi. Discover the World ætlar að fara með ferðalanga á Vatnajökul og víðar. Þóra Ingvarsdóttir starfar hjá skrifstofunni og hún hefur sett saman þennan ferðapakka. Hún bindur vonir við að fjöldi manna eigi eftir að leggja leið sína til Íslands, gagngert vegna Game of Thrones, en mikill áhugi er á þáttunum á Bretlandseyjum og var 3. seríu að ljúka í sjónvarpi þar. "Írland kom mikið fyrir í Game of Thrones og Írarnir hafa verið í mikilli landkynningu í tengslum við það. Þar sem Ísland var mjög mikilvægur tökustaður í seríunum þá fannst okkur tilvalið að kynna Ísland eitthvað líka og bjóða fólkið að heimsækja staðina sem það hafði séð." Þóra segir þetta til þess að gera nýlega til komið þannig að hún getur ekki sagt til um viðbrögðin. "En með réttri kynningu gæti þetta orðið fyrirtaks landkynning. Það er mikill áhugi á Game of Thrones, þannig að þetta gæti orðið mjög vinsæl ferð," segir Þóra. Ferðir af þessu tagi eru þekktar í ferðaþjónustuiðnaðinum, til dæmis sækir mikill fjöldi fólks Nýja-Sjáland heim gagngert til að skoða hobbitabyggð og fleiri staði sem voru í bakgrunni The Lord of the Ring-myndanna. "Þetta hefur verið stórt þar. Það er þetta sem þeir eru að reyna að gera á Írlandi í tengslum við Game of Thrones." Game of Thrones Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ferðaskrifstofan Discover the World, í London, hefur auglýst sérstaklega ferðir til Íslands, þá gagngert til að fara á söguslóðir sjónvarpsseríunnar Game of Thrones. Um er að ræða fimm daga ferð þar sem farið verður um söguslóðir þáttanna og tökustaði, sem voru teknir upp að nokkru á Íslandi. Discover the World ætlar að fara með ferðalanga á Vatnajökul og víðar. Þóra Ingvarsdóttir starfar hjá skrifstofunni og hún hefur sett saman þennan ferðapakka. Hún bindur vonir við að fjöldi manna eigi eftir að leggja leið sína til Íslands, gagngert vegna Game of Thrones, en mikill áhugi er á þáttunum á Bretlandseyjum og var 3. seríu að ljúka í sjónvarpi þar. "Írland kom mikið fyrir í Game of Thrones og Írarnir hafa verið í mikilli landkynningu í tengslum við það. Þar sem Ísland var mjög mikilvægur tökustaður í seríunum þá fannst okkur tilvalið að kynna Ísland eitthvað líka og bjóða fólkið að heimsækja staðina sem það hafði séð." Þóra segir þetta til þess að gera nýlega til komið þannig að hún getur ekki sagt til um viðbrögðin. "En með réttri kynningu gæti þetta orðið fyrirtaks landkynning. Það er mikill áhugi á Game of Thrones, þannig að þetta gæti orðið mjög vinsæl ferð," segir Þóra. Ferðir af þessu tagi eru þekktar í ferðaþjónustuiðnaðinum, til dæmis sækir mikill fjöldi fólks Nýja-Sjáland heim gagngert til að skoða hobbitabyggð og fleiri staði sem voru í bakgrunni The Lord of the Ring-myndanna. "Þetta hefur verið stórt þar. Það er þetta sem þeir eru að reyna að gera á Írlandi í tengslum við Game of Thrones."
Game of Thrones Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira