Börnin í Dimmuvík kvikmynduð Bergsteinn Sigurðsson skrifar 15. júní 2013 09:57 Jón Atli er með þrjá leikstjóra í sigtinu sem hann vill að leikstýri Börnunum í Dimmuvík. Fréttablaðið/Stefán „Við handsöluðum þetta í morgun en eigum eftir að ganga formlega frá samningum,“ segir Jón Atli Jónasson, en danski framleiðandinn Nimbus ætlar að kvikmynda bók hans, Börnin í Dimmuvík, sem kom út fyrir nokkrum vikum. Börnin í Dimmuvík er stutt skáldsaga, nóvella, sem gerist að mestu árið 1930 og segir frá lífsbaráttu fjölskyldu í ónefndu plássi úti á landi. Tvö framleiðslufyrirtæki fengu að sjá handritið að myndinni sem Jón Atli vann upp úr bókinni, hið danska Nimbus, sem meðal annars framleiðir spennuþættina Brúna, og annað sænskt. Bæði lýstu áhuga á að gera myndina en á endanum hreppti Nimbus hnossið. Enn á eftir að finna leikstjóra fyrir verkið. „Ég hef mikið um það að segja hver verður fyrir valinu og er með þrjá í sigtinu; þá Søren Kragh-Jacobsen, Ruben Östlund og Thomas Vinterberg. Þeir eru að skoða þetta en það á eftir að koma í ljós hvort það gengur upp.“ Næst á dagskrá hjá Jóni Atla er að halda fjögurra kvölda sumarnámskeið í handritsgerð fyrir kvikmyndir og sjónvarp í næstu viku. Á námskeiðinu, sem ber heitið frá hugmynd að handriti, kennir hann undirstöðuatriði í handritsgerð með áherslu á leik og kvikmyndahandrit. Námskeiðið er byggt upp þannig að fyrst læra þáttakendur undirstöðuatriði í handritsskrifum og eru svo settir af stað í að skrifa handrit með öllu sem því fylgir. Þáttakendur skila svo uppkasti að handriti sem Jón Atli vinnur svo áfram með þeim hverjum og einum. Námskeiðið hefst á þriðjudagskvöldið 18. júní. Enn eru nokkur sæti laus. Allar nánari fyrirspurnir á hugmyndoghandrit@gmail.com. Menning Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Við handsöluðum þetta í morgun en eigum eftir að ganga formlega frá samningum,“ segir Jón Atli Jónasson, en danski framleiðandinn Nimbus ætlar að kvikmynda bók hans, Börnin í Dimmuvík, sem kom út fyrir nokkrum vikum. Börnin í Dimmuvík er stutt skáldsaga, nóvella, sem gerist að mestu árið 1930 og segir frá lífsbaráttu fjölskyldu í ónefndu plássi úti á landi. Tvö framleiðslufyrirtæki fengu að sjá handritið að myndinni sem Jón Atli vann upp úr bókinni, hið danska Nimbus, sem meðal annars framleiðir spennuþættina Brúna, og annað sænskt. Bæði lýstu áhuga á að gera myndina en á endanum hreppti Nimbus hnossið. Enn á eftir að finna leikstjóra fyrir verkið. „Ég hef mikið um það að segja hver verður fyrir valinu og er með þrjá í sigtinu; þá Søren Kragh-Jacobsen, Ruben Östlund og Thomas Vinterberg. Þeir eru að skoða þetta en það á eftir að koma í ljós hvort það gengur upp.“ Næst á dagskrá hjá Jóni Atla er að halda fjögurra kvölda sumarnámskeið í handritsgerð fyrir kvikmyndir og sjónvarp í næstu viku. Á námskeiðinu, sem ber heitið frá hugmynd að handriti, kennir hann undirstöðuatriði í handritsgerð með áherslu á leik og kvikmyndahandrit. Námskeiðið er byggt upp þannig að fyrst læra þáttakendur undirstöðuatriði í handritsskrifum og eru svo settir af stað í að skrifa handrit með öllu sem því fylgir. Þáttakendur skila svo uppkasti að handriti sem Jón Atli vinnur svo áfram með þeim hverjum og einum. Námskeiðið hefst á þriðjudagskvöldið 18. júní. Enn eru nokkur sæti laus. Allar nánari fyrirspurnir á hugmyndoghandrit@gmail.com.
Menning Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira