Táningurinn á fimm högg á hetjuna sína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. júní 2013 12:45 Nordicphotos/AFP Michael Kim brosti út að eyrum þegar hann leit á stöðuna að lokinni 15. holu á þriðja hring á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi. „Ég fylgdist vel með stöðuskiltinu. Ekki vegna þess að ég vildi vita hvernig mér gengi heldur fannst mér svo svalt að sjá nafnið mitt við hlið nafna á borð við Mickelson, Donald og Schwartzel. Það var stórkostleg tilfinning," sagði Kim eftir hringinn. Kim, sem er nítján ára og stundar háskólanám við Berkeley háskóla í Kaliforníu, var tveimur höggum á eftir forystusauðnum Mickelson eftir fimmtán holur. Tvöfaldur skolli og tveir skollar til viðbótar á síðustu þremur þýða að hann er fimm höggum á eftir Mickelson fyrir lokahringinn. „Dagurinn var frábær líkt og vikan í heild sinni. Ég hlakka bara til morgundagsins," sagði Kim. Þrátt fyrir að Kim hafi fatast flugið á síðustu holunum er hann með fimm högga forskot á hetjuna sína, Tiger Woods. „Tiger hefur verið í guðatölu hjá mér síðan ég byrjaði að spila og ef ég hafna í betra sæti en hann væri það frábært. En það er ekkert stórmál þótt hann standi sig betur," sagði Kim yfirvegaður. Golf Tengdar fréttir Klúður hjá Donald og Mickelson leiðir Eftir að hafa spilað frábærlega fyrstu sextán holurnar á þriðja hringnum á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi fataðist Luke Donald flugið. 16. júní 2013 11:48 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Michael Kim brosti út að eyrum þegar hann leit á stöðuna að lokinni 15. holu á þriðja hring á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi. „Ég fylgdist vel með stöðuskiltinu. Ekki vegna þess að ég vildi vita hvernig mér gengi heldur fannst mér svo svalt að sjá nafnið mitt við hlið nafna á borð við Mickelson, Donald og Schwartzel. Það var stórkostleg tilfinning," sagði Kim eftir hringinn. Kim, sem er nítján ára og stundar háskólanám við Berkeley háskóla í Kaliforníu, var tveimur höggum á eftir forystusauðnum Mickelson eftir fimmtán holur. Tvöfaldur skolli og tveir skollar til viðbótar á síðustu þremur þýða að hann er fimm höggum á eftir Mickelson fyrir lokahringinn. „Dagurinn var frábær líkt og vikan í heild sinni. Ég hlakka bara til morgundagsins," sagði Kim. Þrátt fyrir að Kim hafi fatast flugið á síðustu holunum er hann með fimm högga forskot á hetjuna sína, Tiger Woods. „Tiger hefur verið í guðatölu hjá mér síðan ég byrjaði að spila og ef ég hafna í betra sæti en hann væri það frábært. En það er ekkert stórmál þótt hann standi sig betur," sagði Kim yfirvegaður.
Golf Tengdar fréttir Klúður hjá Donald og Mickelson leiðir Eftir að hafa spilað frábærlega fyrstu sextán holurnar á þriðja hringnum á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi fataðist Luke Donald flugið. 16. júní 2013 11:48 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Klúður hjá Donald og Mickelson leiðir Eftir að hafa spilað frábærlega fyrstu sextán holurnar á þriðja hringnum á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi fataðist Luke Donald flugið. 16. júní 2013 11:48