Mexíkó nýja draumaland ofurbílanna Finnur Thorlacius skrifar 18. júní 2013 13:15 Ferrari bíll Kína hefur verið mest vaxandi ákvörðunarstaður dýrra ofurbíla á undanförnum árum, en viðskiptablaðið Forbes spáir því að mikill vöxtur verði í eftirspurn eftir þannig bílum í Mexíkó á næstu árum. Fyrir stuttu barst Ferrari 15 pantanir í Ferrari LaFerrari bílinn frá Mexíkó og á Ferrari von á því að það marki einungis upphafið í góðri eftirspurn þaðan í bíla þeirra. Ýmis teikn eru á lofti sem styðja þessar væntingar. Efnahagurinn í Mexíkó er á lóðréttri uppleið og milljónamæringum fjölgar dag frá degi. Stjórnmálaástand er stöðugt, hagvöxtur mikill, menntun sífellt batnandi og nálægðin við Bandaríkin hefur gert viðskiptalífinu gott. Því horfa bílaframleiðendur dýrra bíla hýru auga til landsins sunnan við Bandaríkin. Mörg framleiðslufyrirtæki hafa á undanförnum árum reist verksmiðjur í Mexíkó og eru bílaframleiðendur ekki síst þar á meðal. Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent
Kína hefur verið mest vaxandi ákvörðunarstaður dýrra ofurbíla á undanförnum árum, en viðskiptablaðið Forbes spáir því að mikill vöxtur verði í eftirspurn eftir þannig bílum í Mexíkó á næstu árum. Fyrir stuttu barst Ferrari 15 pantanir í Ferrari LaFerrari bílinn frá Mexíkó og á Ferrari von á því að það marki einungis upphafið í góðri eftirspurn þaðan í bíla þeirra. Ýmis teikn eru á lofti sem styðja þessar væntingar. Efnahagurinn í Mexíkó er á lóðréttri uppleið og milljónamæringum fjölgar dag frá degi. Stjórnmálaástand er stöðugt, hagvöxtur mikill, menntun sífellt batnandi og nálægðin við Bandaríkin hefur gert viðskiptalífinu gott. Því horfa bílaframleiðendur dýrra bíla hýru auga til landsins sunnan við Bandaríkin. Mörg framleiðslufyrirtæki hafa á undanförnum árum reist verksmiðjur í Mexíkó og eru bílaframleiðendur ekki síst þar á meðal.
Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent