Porsche Macan tilbúinn í nóvember Finnur Thorlacius skrifar 30. maí 2013 13:15 Nýjasti bíll Porsche er jepplingurinn Macan, sem er á stærð við Audi Q5. Hann verður fyrst kynntur almenningi á bílasýningunni í Los Angeles í nóvember. Margir hafa haft af því áhyggjur að bíllinn verði að miklu leiti eins og Audi Q5 og sömu íhlutir muni verða í þeim báðum, þar sem bæði fyrirtækin tilheyra Volkswagen samstæðunni. Macan verður hinsvegar með aðrar vélar, fjöðrun og innréttingu svo eitthvað sé nefnt. Ekki er hægt að segja annað en Macan svipi mjög til stærra bróður, Cayenne. Hann er í raun eins og smækkuð útgáfa hans og er þar ekki leiðum að líkjast. Porsche hefur gefið upp hvað bíllinn mun kosta, en í Bretlandi má gera ráð fyrir því að kaupverð hans verði 36.000 pund. Það er 6,7 milljónir króna en gera má þó ráð fyrir hærri tölu hérlendis vegna hárra gjalda. Ef að líkum lætur verður um vandaðan jeppling að ræða því Porsche hefur ekki hingað til látið frá sér bíl sem ekki er mikið lagt í og svarar flestum kröfuhörðum neytendum. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent
Nýjasti bíll Porsche er jepplingurinn Macan, sem er á stærð við Audi Q5. Hann verður fyrst kynntur almenningi á bílasýningunni í Los Angeles í nóvember. Margir hafa haft af því áhyggjur að bíllinn verði að miklu leiti eins og Audi Q5 og sömu íhlutir muni verða í þeim báðum, þar sem bæði fyrirtækin tilheyra Volkswagen samstæðunni. Macan verður hinsvegar með aðrar vélar, fjöðrun og innréttingu svo eitthvað sé nefnt. Ekki er hægt að segja annað en Macan svipi mjög til stærra bróður, Cayenne. Hann er í raun eins og smækkuð útgáfa hans og er þar ekki leiðum að líkjast. Porsche hefur gefið upp hvað bíllinn mun kosta, en í Bretlandi má gera ráð fyrir því að kaupverð hans verði 36.000 pund. Það er 6,7 milljónir króna en gera má þó ráð fyrir hærri tölu hérlendis vegna hárra gjalda. Ef að líkum lætur verður um vandaðan jeppling að ræða því Porsche hefur ekki hingað til látið frá sér bíl sem ekki er mikið lagt í og svarar flestum kröfuhörðum neytendum.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent