Ókeypis akstur milli Los Angeles og New York í Tesla Finnur Thorlacius skrifar 31. maí 2013 15:00 Áður en árið er á enda ætlar Tesla að vera búið að setja upp svo margar hleðslustöðvar milli Los Angeles og New York að eigendur Tesla rafmagnsbíla komast milli borganna aðeins á rafmagni. Hleðsla bílanna fyrir Tesla eigendur verður ókeypis. Þessar hleðslustöðvar hlaða bílana til þriggja klukkutíma aksturs á aðeins 20 mínútum, svona hæfilegu kaffistoppi. Tesla einskorðar uppsetningu hleðslustöðvanna ekki við leiðina milli borganna tveggja, heldur ná þær upp eftir allri vesturströnd Bandaríkjanna og til Kanada, svo eitthvað sé nefnt. Þessi fjárfesting Tesla kostar fyrirtækið 20-30 milljón dollar, eða 2,5-3,7 milljarða króna, en hver hleðslustöð kostar um 18,5 milljónir króna. Nýju stöðvarnar sem Tesla setur nú upp eru með 120 kílóvatta straumi, en þær voru áður með 90 kílóvatta straumi og hlóðu bílana hægar. Þær eldri verða uppfærðar og aukinn í þeim straumurinn. Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent
Áður en árið er á enda ætlar Tesla að vera búið að setja upp svo margar hleðslustöðvar milli Los Angeles og New York að eigendur Tesla rafmagnsbíla komast milli borganna aðeins á rafmagni. Hleðsla bílanna fyrir Tesla eigendur verður ókeypis. Þessar hleðslustöðvar hlaða bílana til þriggja klukkutíma aksturs á aðeins 20 mínútum, svona hæfilegu kaffistoppi. Tesla einskorðar uppsetningu hleðslustöðvanna ekki við leiðina milli borganna tveggja, heldur ná þær upp eftir allri vesturströnd Bandaríkjanna og til Kanada, svo eitthvað sé nefnt. Þessi fjárfesting Tesla kostar fyrirtækið 20-30 milljón dollar, eða 2,5-3,7 milljarða króna, en hver hleðslustöð kostar um 18,5 milljónir króna. Nýju stöðvarnar sem Tesla setur nú upp eru með 120 kílóvatta straumi, en þær voru áður með 90 kílóvatta straumi og hlóðu bílana hægar. Þær eldri verða uppfærðar og aukinn í þeim straumurinn.
Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent