Button: McLaren betri í Mónakó Birgir Þór Harðarson skrifar 24. maí 2013 19:30 McLaren-bíllinn virkar betur í Mónakó en annarstaðar að mati Buttons sem sést hér aka í gegnum Massanet-beygjuna í Mónakó. McLaren-ökuþórinn Jenson Button segir bíl sinn standa betur að vígi í Mónakó en á öðrum kappakstursbrautum. Ástæðan sé sú að í Mónakó er keppt á hægri götubraut. „Jafnhraði okkar í löngum sprettum kom á óvart,“ sagði Button eftir æfingar liðanna í gær. „Ekki það að það skipti miklu máli þegar maður ekur 1,2 sekúndum hægar en hinir í tímatökum í Mónakó...“ Button segir vandamálið vera að rásstaða skipti miklu máli í Mónakó og það sé ekki sterkasti flötur McLaren-bílsins í því ástandi sem hann er nú. „Það er okkar veikleiki í augnablikinu. Við hreinlega getum ekki náð réttum hita í dekkin í einum hring.“ „Ég er ánægðari með bílinn hér en í síðustu keppnum,“ segir Button. „Það eru nokkrir jákvæðir fletir á þeim vandamálum sem við höfum barist við undanfarið. Vegna þess að Mónakókappaksturinn er allt öðruvísi en önnur mót þá höfum við breytt bílum okkar nokkuð mikið og hann virðist virka betur.“ „Við erum enn ekki að setja neina geðveika tíma en ég er ánægðari með við erum á réttri braut og ég held að við getum gert betur á sunnudag.“ Formúla Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
McLaren-ökuþórinn Jenson Button segir bíl sinn standa betur að vígi í Mónakó en á öðrum kappakstursbrautum. Ástæðan sé sú að í Mónakó er keppt á hægri götubraut. „Jafnhraði okkar í löngum sprettum kom á óvart,“ sagði Button eftir æfingar liðanna í gær. „Ekki það að það skipti miklu máli þegar maður ekur 1,2 sekúndum hægar en hinir í tímatökum í Mónakó...“ Button segir vandamálið vera að rásstaða skipti miklu máli í Mónakó og það sé ekki sterkasti flötur McLaren-bílsins í því ástandi sem hann er nú. „Það er okkar veikleiki í augnablikinu. Við hreinlega getum ekki náð réttum hita í dekkin í einum hring.“ „Ég er ánægðari með bílinn hér en í síðustu keppnum,“ segir Button. „Það eru nokkrir jákvæðir fletir á þeim vandamálum sem við höfum barist við undanfarið. Vegna þess að Mónakókappaksturinn er allt öðruvísi en önnur mót þá höfum við breytt bílum okkar nokkuð mikið og hann virðist virka betur.“ „Við erum enn ekki að setja neina geðveika tíma en ég er ánægðari með við erum á réttri braut og ég held að við getum gert betur á sunnudag.“
Formúla Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira