Rússneskur hraðakstur endar illa Finnur Thorlacius skrifar 29. maí 2013 13:45 Rísandi hraðamælirinn sem fór í 200 Það er ekki góð hugmynd að aka á 200 kílómetra hraða eftir fjölförnum borgarvegi með fjölda undirganga sem lítið sést í. En hvar skildi slíkt vera stundað, nema þá helst í Rússlandi og þá eru mælaborðsmyndavélar oft í gangi sem taka upp hálfvitaskapinn. Þessi djarfi ökumaður er á öflugum Subaru WRX bíl og telur sig geta elt mótorhjól sem fer framúr honum á ógnarhraða. Það sem mótorhjólið getur en hann hinsvegar ekki er að fara á milli bíla, jafnvel á mikilli ferð. Heiðarleg tilraun þessa ökumanns til að gera slíkt hið sama misheppnast hrapalega, enda erfitt fyrir tveggja metra breiðan bíl að komast gegnum 1 meters bil milli bíla. Allt endar þeta í tómri vitleysu, hann ekur á fjölmarga bíla, loftpúðarnir springa út og í fjarska heyrist í lok mynskeiðsins að aðrir vegfarendur eru ekkert sérlega hrifnir af háttalagi þessa fifldjarfa ökumanns. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent
Það er ekki góð hugmynd að aka á 200 kílómetra hraða eftir fjölförnum borgarvegi með fjölda undirganga sem lítið sést í. En hvar skildi slíkt vera stundað, nema þá helst í Rússlandi og þá eru mælaborðsmyndavélar oft í gangi sem taka upp hálfvitaskapinn. Þessi djarfi ökumaður er á öflugum Subaru WRX bíl og telur sig geta elt mótorhjól sem fer framúr honum á ógnarhraða. Það sem mótorhjólið getur en hann hinsvegar ekki er að fara á milli bíla, jafnvel á mikilli ferð. Heiðarleg tilraun þessa ökumanns til að gera slíkt hið sama misheppnast hrapalega, enda erfitt fyrir tveggja metra breiðan bíl að komast gegnum 1 meters bil milli bíla. Allt endar þeta í tómri vitleysu, hann ekur á fjölmarga bíla, loftpúðarnir springa út og í fjarska heyrist í lok mynskeiðsins að aðrir vegfarendur eru ekkert sérlega hrifnir af háttalagi þessa fifldjarfa ökumanns.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent