Rússneskur hraðakstur endar illa Finnur Thorlacius skrifar 29. maí 2013 13:45 Rísandi hraðamælirinn sem fór í 200 Það er ekki góð hugmynd að aka á 200 kílómetra hraða eftir fjölförnum borgarvegi með fjölda undirganga sem lítið sést í. En hvar skildi slíkt vera stundað, nema þá helst í Rússlandi og þá eru mælaborðsmyndavélar oft í gangi sem taka upp hálfvitaskapinn. Þessi djarfi ökumaður er á öflugum Subaru WRX bíl og telur sig geta elt mótorhjól sem fer framúr honum á ógnarhraða. Það sem mótorhjólið getur en hann hinsvegar ekki er að fara á milli bíla, jafnvel á mikilli ferð. Heiðarleg tilraun þessa ökumanns til að gera slíkt hið sama misheppnast hrapalega, enda erfitt fyrir tveggja metra breiðan bíl að komast gegnum 1 meters bil milli bíla. Allt endar þeta í tómri vitleysu, hann ekur á fjölmarga bíla, loftpúðarnir springa út og í fjarska heyrist í lok mynskeiðsins að aðrir vegfarendur eru ekkert sérlega hrifnir af háttalagi þessa fifldjarfa ökumanns. Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent
Það er ekki góð hugmynd að aka á 200 kílómetra hraða eftir fjölförnum borgarvegi með fjölda undirganga sem lítið sést í. En hvar skildi slíkt vera stundað, nema þá helst í Rússlandi og þá eru mælaborðsmyndavélar oft í gangi sem taka upp hálfvitaskapinn. Þessi djarfi ökumaður er á öflugum Subaru WRX bíl og telur sig geta elt mótorhjól sem fer framúr honum á ógnarhraða. Það sem mótorhjólið getur en hann hinsvegar ekki er að fara á milli bíla, jafnvel á mikilli ferð. Heiðarleg tilraun þessa ökumanns til að gera slíkt hið sama misheppnast hrapalega, enda erfitt fyrir tveggja metra breiðan bíl að komast gegnum 1 meters bil milli bíla. Allt endar þeta í tómri vitleysu, hann ekur á fjölmarga bíla, loftpúðarnir springa út og í fjarska heyrist í lok mynskeiðsins að aðrir vegfarendur eru ekkert sérlega hrifnir af háttalagi þessa fifldjarfa ökumanns.
Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent