McLaren hafnar ásökunum um liðsskipanir Birgir Þór Harðarson skrifar 14. maí 2013 06:00 Perez hefur verið eldsnöggur í síðustu mótum. McLaren-liðið í Formúlu 1 hafnar því að Sergio Perez hafi verið beðinn um að taka því rólega í spænska kappakstrinum og berjast ekki við Jenson Button undir lokin. Ökumennirnir börðust af kappi í Barein í apríl. Perez var í upplagðri stöðu til að berjast við Button undir lok kappakstursins en fékk skilaboð frá liðinu um að hugsa nú vel um dekkin síðustu hringina. Hann þurfti því að slaka á og endaði tveimur sekúndum á eftir liðsfélaga sínum. Einhverjir töldu að um dulmál hafi verið að ræða og að liðið hafi ekki viljað að Perez myndi berjast við Button eins og í Barein. McLaren hafnar þessu og segir að þeir hafi í alvöru haft áhyggjur af dekkjaslitinu. "Checo [Perez] sagði sjálfur að dekkin væru orðin ónýt," sagði Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren, þegar hann var beðinn um að útskýra aðstæður. "Við vildum ekki að hann myndi berjast aðeins til að dekkin myndu eyðileggjast gjörsamlega." "Dekkin voru svo á endanum nánast eyðilögð. Svo þetta var ekki taktísk skipun heldur til að koma honum í mark." Perez hefur einnig neitað að um liðsskipanir hafi verið að ræða. Það gerði hann á Twitter á mánudag. "Vil bara segja öllum að talstöðvarskilaboðin voru aðeins um dekkin. Aldrei liðskipanir. Get ekki beðið eftir Mónakó." Formúla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
McLaren-liðið í Formúlu 1 hafnar því að Sergio Perez hafi verið beðinn um að taka því rólega í spænska kappakstrinum og berjast ekki við Jenson Button undir lokin. Ökumennirnir börðust af kappi í Barein í apríl. Perez var í upplagðri stöðu til að berjast við Button undir lok kappakstursins en fékk skilaboð frá liðinu um að hugsa nú vel um dekkin síðustu hringina. Hann þurfti því að slaka á og endaði tveimur sekúndum á eftir liðsfélaga sínum. Einhverjir töldu að um dulmál hafi verið að ræða og að liðið hafi ekki viljað að Perez myndi berjast við Button eins og í Barein. McLaren hafnar þessu og segir að þeir hafi í alvöru haft áhyggjur af dekkjaslitinu. "Checo [Perez] sagði sjálfur að dekkin væru orðin ónýt," sagði Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren, þegar hann var beðinn um að útskýra aðstæður. "Við vildum ekki að hann myndi berjast aðeins til að dekkin myndu eyðileggjast gjörsamlega." "Dekkin voru svo á endanum nánast eyðilögð. Svo þetta var ekki taktísk skipun heldur til að koma honum í mark." Perez hefur einnig neitað að um liðsskipanir hafi verið að ræða. Það gerði hann á Twitter á mánudag. "Vil bara segja öllum að talstöðvarskilaboðin voru aðeins um dekkin. Aldrei liðskipanir. Get ekki beðið eftir Mónakó."
Formúla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira