Ferrari 458 splundrast í Suzuka Finnur Thorlacius skrifar 16. maí 2013 10:45 Bæði ökumaður og starfsmaður Suzuka brautarinnar í Japan verða að teljast afar heppnir að vera í lífi eftir að Ferrari 458 bíll gersamlega splundrast á brautinni. Ökumaður hans missti stjórn á bílnum á 320 kílómetra hraða og lenti á girðingu umhverfis brautina. Þar stóð starfsmaður brautarinnar alveg við þar sem bíllinn rekst á og á hann fótum sínum fjör að launa og snöggum viðbrögðum. Brakið úr bílnum dreifðist um stórt svæði brautarinnar . Alveg er með ólíkindum að bílstjórinn hafi lifað þetta af en hann var fluttur á spítala talsvert slasaður en búist er við að hann nái sér að fullu. Stjórnklefi bílsins tók heilmikið flug og snýst í loftinu áður en hann skellur á brautinni. Starfsmaðurinn slapp ómeiddur. Það er nokkuð ljóst að stjórnklefar þessara bíla eru sterkbyggðir og mikið þarf til að bílstjórarnir í þeim tapi lífinu þó mikið gangi á, eins og sést í myndskeiðinu. Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent
Bæði ökumaður og starfsmaður Suzuka brautarinnar í Japan verða að teljast afar heppnir að vera í lífi eftir að Ferrari 458 bíll gersamlega splundrast á brautinni. Ökumaður hans missti stjórn á bílnum á 320 kílómetra hraða og lenti á girðingu umhverfis brautina. Þar stóð starfsmaður brautarinnar alveg við þar sem bíllinn rekst á og á hann fótum sínum fjör að launa og snöggum viðbrögðum. Brakið úr bílnum dreifðist um stórt svæði brautarinnar . Alveg er með ólíkindum að bílstjórinn hafi lifað þetta af en hann var fluttur á spítala talsvert slasaður en búist er við að hann nái sér að fullu. Stjórnklefi bílsins tók heilmikið flug og snýst í loftinu áður en hann skellur á brautinni. Starfsmaðurinn slapp ómeiddur. Það er nokkuð ljóst að stjórnklefar þessara bíla eru sterkbyggðir og mikið þarf til að bílstjórarnir í þeim tapi lífinu þó mikið gangi á, eins og sést í myndskeiðinu.
Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent