Ferrari 458 splundrast í Suzuka Finnur Thorlacius skrifar 16. maí 2013 10:45 Bæði ökumaður og starfsmaður Suzuka brautarinnar í Japan verða að teljast afar heppnir að vera í lífi eftir að Ferrari 458 bíll gersamlega splundrast á brautinni. Ökumaður hans missti stjórn á bílnum á 320 kílómetra hraða og lenti á girðingu umhverfis brautina. Þar stóð starfsmaður brautarinnar alveg við þar sem bíllinn rekst á og á hann fótum sínum fjör að launa og snöggum viðbrögðum. Brakið úr bílnum dreifðist um stórt svæði brautarinnar . Alveg er með ólíkindum að bílstjórinn hafi lifað þetta af en hann var fluttur á spítala talsvert slasaður en búist er við að hann nái sér að fullu. Stjórnklefi bílsins tók heilmikið flug og snýst í loftinu áður en hann skellur á brautinni. Starfsmaðurinn slapp ómeiddur. Það er nokkuð ljóst að stjórnklefar þessara bíla eru sterkbyggðir og mikið þarf til að bílstjórarnir í þeim tapi lífinu þó mikið gangi á, eins og sést í myndskeiðinu. Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent
Bæði ökumaður og starfsmaður Suzuka brautarinnar í Japan verða að teljast afar heppnir að vera í lífi eftir að Ferrari 458 bíll gersamlega splundrast á brautinni. Ökumaður hans missti stjórn á bílnum á 320 kílómetra hraða og lenti á girðingu umhverfis brautina. Þar stóð starfsmaður brautarinnar alveg við þar sem bíllinn rekst á og á hann fótum sínum fjör að launa og snöggum viðbrögðum. Brakið úr bílnum dreifðist um stórt svæði brautarinnar . Alveg er með ólíkindum að bílstjórinn hafi lifað þetta af en hann var fluttur á spítala talsvert slasaður en búist er við að hann nái sér að fullu. Stjórnklefi bílsins tók heilmikið flug og snýst í loftinu áður en hann skellur á brautinni. Starfsmaðurinn slapp ómeiddur. Það er nokkuð ljóst að stjórnklefar þessara bíla eru sterkbyggðir og mikið þarf til að bílstjórarnir í þeim tapi lífinu þó mikið gangi á, eins og sést í myndskeiðinu.
Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent