Ivanovic skoraði sigurmark Chelsea í blálokin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2013 13:20 Mynd/Nordic Photos/Getty Amsterdam verður máluð blá í kvöld eftir að Chelsea tryggði sér sigur í Evrópudeildinni með 2-1 sigri á léttleikandi liði Benfica frá Portúgal. Branislav Ivanovic tryggði Chelsea sigur með marki á þriðju mínútu í viðbótartíma. Chelsea hefur því orðið Evrópumeistari tvö ár í röð því liðið vann Meistaradeildina í fyrra. Benfica missti að öllum líkindum af portúgalska meistaratitlinum um liðna helgi og nú rann Evrópudeildarbikarinn þeim úr greipum þrátt fyrir flotta frammistöðu. Benfica réð ferðinni í fyrri hálfleiknum og skapaði sér fín færi. Fremstur í flokki fór Oscar Cardozo en honum virtist fyrirmunað að skora. Bláklæddir liðsmenn Chelsea gátu verið nokkuð sáttir að markalaust var í hálfleik. Eftir stundarfjórðungsleik í síðari hálfleik komst Chelsea yfir. Petr Cech kastaði boltanum á Juan Mata. Stoðsendingakóngurinn fann landa sinn Fernando Torres sem steig varnarmann Benfica upp, keyrði í átt að marki og kláraði færið af yfirvegun. Liðsmenn Benfica létu ekki deigan síga og fengu vítaspyrnu þegar hálfleikurinn var hálfnaður. Cardozo steig á punktinn og skoraði af öryggi. Bæði lið fengu færi í kjölfarið en Chelsea komst næst því að skora þegar skot Frank Lampard hafnaði í þverslánni. Allt stefndi í framlengingu þegar Juan Mata tók hornspyrnu. Serbinn Branislav Ivanovic ætlaði sér að skalla boltann og setti hann í stórkostlegum boga í fjærhornið. Þeir bláklæddu fögnuðu en leikmenn Benfica trúðu ekki sínum eigin augum. Markið kom á þriðju mínútu í viðbótartíma en aðeins þremur mínútum var bætt við. Cardozo fékk þó eitt færi til viðbótar en Gary Cahill komst fyrir skot hans á síðustu stundu. Segja má að Chelsea hafi heldur betur bjargað andliti ensku liðanna í Evrópukeppnum á tímabilinu sem senn er liðið. Ekkert enskt lið komst í átta liða úrslit Meistaradeildar en Chelsea, Evrópumeistarar ársins 2012, eru nú einnig handhafar Evrópudeildartitilins. Titlarnir tveir verða í fórum Chelsea til 25. maí þegar Bæjarar mæta Dortmund í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Evrópudeild UEFA Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Sjá meira
Amsterdam verður máluð blá í kvöld eftir að Chelsea tryggði sér sigur í Evrópudeildinni með 2-1 sigri á léttleikandi liði Benfica frá Portúgal. Branislav Ivanovic tryggði Chelsea sigur með marki á þriðju mínútu í viðbótartíma. Chelsea hefur því orðið Evrópumeistari tvö ár í röð því liðið vann Meistaradeildina í fyrra. Benfica missti að öllum líkindum af portúgalska meistaratitlinum um liðna helgi og nú rann Evrópudeildarbikarinn þeim úr greipum þrátt fyrir flotta frammistöðu. Benfica réð ferðinni í fyrri hálfleiknum og skapaði sér fín færi. Fremstur í flokki fór Oscar Cardozo en honum virtist fyrirmunað að skora. Bláklæddir liðsmenn Chelsea gátu verið nokkuð sáttir að markalaust var í hálfleik. Eftir stundarfjórðungsleik í síðari hálfleik komst Chelsea yfir. Petr Cech kastaði boltanum á Juan Mata. Stoðsendingakóngurinn fann landa sinn Fernando Torres sem steig varnarmann Benfica upp, keyrði í átt að marki og kláraði færið af yfirvegun. Liðsmenn Benfica létu ekki deigan síga og fengu vítaspyrnu þegar hálfleikurinn var hálfnaður. Cardozo steig á punktinn og skoraði af öryggi. Bæði lið fengu færi í kjölfarið en Chelsea komst næst því að skora þegar skot Frank Lampard hafnaði í þverslánni. Allt stefndi í framlengingu þegar Juan Mata tók hornspyrnu. Serbinn Branislav Ivanovic ætlaði sér að skalla boltann og setti hann í stórkostlegum boga í fjærhornið. Þeir bláklæddu fögnuðu en leikmenn Benfica trúðu ekki sínum eigin augum. Markið kom á þriðju mínútu í viðbótartíma en aðeins þremur mínútum var bætt við. Cardozo fékk þó eitt færi til viðbótar en Gary Cahill komst fyrir skot hans á síðustu stundu. Segja má að Chelsea hafi heldur betur bjargað andliti ensku liðanna í Evrópukeppnum á tímabilinu sem senn er liðið. Ekkert enskt lið komst í átta liða úrslit Meistaradeildar en Chelsea, Evrópumeistarar ársins 2012, eru nú einnig handhafar Evrópudeildartitilins. Titlarnir tveir verða í fórum Chelsea til 25. maí þegar Bæjarar mæta Dortmund í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Sjá meira