Schumacher ekur F1 bíl um Nurburgring Birgir Þór Harðarson skrifar 28. apríl 2013 06:00 Sjöfaldi heimsmeistarinn Micael Schumacher mun aka tveggja ára gömlu Formúlu 1- bíl af Mercedes-gerð um gömlu Nurburgring-brautina í Þýskalandi. Þar var hætt að keppa árið 1976 vegna þess hve hættuleg hún þykir. Aksturinn verður kaupbætir fyrir þá sem hafa keypt sér miða á Nurburgring sólarhringsaksturinn sem fer fram í maí. Schumacher mun aka 19. maí. "Ég á margar góðar minningar af Nurburgring og ég hlakka til að leyfa áhorfendum og vinum að sjá mig aka," sagði Schumacher. Kerpen, heimabær Schumachers, er nærri brautinni. "Að fá að setja hringtíma í nútíma Silfurör á fallegustu og erfiðustu braut í heimi,… þvílík blanda. Þetta er draumur hvers kappakstursökumanns." Síðasti Formúlu 1-bíllinn sem fór um gömlu Nurburgringbrautina var Nick Heidfeld í 2007 árgerð af BMW. Myndband má sjá af því að ofan.Ekki nóg með að honum finnist gaman að aka kappakststursbílum heldur þykir honum banani líka góður. Formúla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Sjöfaldi heimsmeistarinn Micael Schumacher mun aka tveggja ára gömlu Formúlu 1- bíl af Mercedes-gerð um gömlu Nurburgring-brautina í Þýskalandi. Þar var hætt að keppa árið 1976 vegna þess hve hættuleg hún þykir. Aksturinn verður kaupbætir fyrir þá sem hafa keypt sér miða á Nurburgring sólarhringsaksturinn sem fer fram í maí. Schumacher mun aka 19. maí. "Ég á margar góðar minningar af Nurburgring og ég hlakka til að leyfa áhorfendum og vinum að sjá mig aka," sagði Schumacher. Kerpen, heimabær Schumachers, er nærri brautinni. "Að fá að setja hringtíma í nútíma Silfurör á fallegustu og erfiðustu braut í heimi,… þvílík blanda. Þetta er draumur hvers kappakstursökumanns." Síðasti Formúlu 1-bíllinn sem fór um gömlu Nurburgringbrautina var Nick Heidfeld í 2007 árgerð af BMW. Myndband má sjá af því að ofan.Ekki nóg með að honum finnist gaman að aka kappakststursbílum heldur þykir honum banani líka góður.
Formúla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira