F1 fer á hlutabréfamarkað eftir allt saman Birgir Þór Harðarson skrifar 29. apríl 2013 14:47 Ecclestone ferðast yfirleitt heimshorna á milli til þess að vera viðstaddur Formúlu 1-mótin, sem hann skipuleggur sjálfur. Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, segir nú að áætlanir um að skrá Formúlu 1 á hlutabréfamarkað í Singapúr á réttri braut. Markaðsskráningunni var frestað í fyrra vegna efnahagsástandsins í heiminum. Eigendur formúlunnar hafa verið að leita að tækifæri til að endurlífga áætlanirnar og hafa bæði Ecclestone og CVC, sjónvarpsrétthafar af Formúlu 1, samþykkt að F1 verði skráð á hlutabréfamarkað á þessu ári. „Við höfum ákveðið að gera þetta í ár. Allt verður klárt í ár,“ sagði Ecclestone í samtali við breska dagblaðið The Daily Telegraph. „CVC er að vinna að sinni hlið málsins og ganga frá því sem þeir þurfa að hafa á hreinu.“ Eftir að áætlanirnar voru settar á ís í fyrra ákvað CVC að selja hlut í fyrirtækinu til þess að endurskapa ávinning af eignum sínum. Í kjölfarið fóru nýir fjárfestar að grenslast fyrir um hver myndi taka við af Ecclestone sem alráður í Formúlu 1. Hann er orðinn 82 ára gamall en enn í fullu fjöri. „Fólkið í forsvari fyrir sjóðina eru gott fólk og auðvelt að vinna með því,“ segir Ecclestone. „Þau krefja mig alls ekki um að nefna arftaka.“ Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, segir nú að áætlanir um að skrá Formúlu 1 á hlutabréfamarkað í Singapúr á réttri braut. Markaðsskráningunni var frestað í fyrra vegna efnahagsástandsins í heiminum. Eigendur formúlunnar hafa verið að leita að tækifæri til að endurlífga áætlanirnar og hafa bæði Ecclestone og CVC, sjónvarpsrétthafar af Formúlu 1, samþykkt að F1 verði skráð á hlutabréfamarkað á þessu ári. „Við höfum ákveðið að gera þetta í ár. Allt verður klárt í ár,“ sagði Ecclestone í samtali við breska dagblaðið The Daily Telegraph. „CVC er að vinna að sinni hlið málsins og ganga frá því sem þeir þurfa að hafa á hreinu.“ Eftir að áætlanirnar voru settar á ís í fyrra ákvað CVC að selja hlut í fyrirtækinu til þess að endurskapa ávinning af eignum sínum. Í kjölfarið fóru nýir fjárfestar að grenslast fyrir um hver myndi taka við af Ecclestone sem alráður í Formúlu 1. Hann er orðinn 82 ára gamall en enn í fullu fjöri. „Fólkið í forsvari fyrir sjóðina eru gott fólk og auðvelt að vinna með því,“ segir Ecclestone. „Þau krefja mig alls ekki um að nefna arftaka.“
Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira