Montoya rétt missti af sigrinum Birgir Þór Harðarson skrifar 29. apríl 2013 22:15 Montoya ekur fyrir Chevrolet í NASCAR. Fyrrum Formúlu 1-ökuþórinn, Juan-Pablo Montoya, sem keppir nú í NASCAR í Bandaríkjunum rétt missti af sigri í mótaröðinni í gær. Montoya var samt ánægður með að ná að klára mótið. „Er ég ánægður? Jahá!“ Sagði Montoya eftir kappaksturinn í Richmond-brautinni í Virginíuríki. Hann var fremstur þegar aðeins tíu hringir voru eftir en þurfti að láta forystuna af hendi þegar Brian Vickers klessti bílinn sinn og öryggisbíllinn var kallaður út. Montoya var þá þvingaður til að skipta um dekk og endurræsti kappaksturinn í sjötta sæti. Hann endaði þó fjórði. „Ég meina, hvar höfum við endað betur en þetta? Í síðustu keppnum höfum við lent í bilaðri eldsneytisdælu, gírkassa, lausum dekkjum, sprungnum dekkjum... Svo að klára mótið? Vá!“ Montoya segist hafa velt því fyrir sér að halda áfram á slitnum dekkjum en þorði það ekki og valdi frekar örugg stig. Kevin Harvick vann mótið 1,5 sekúndum á undan Montoya. Hann heldur að hann hafi ekki getað náð Montoya án öryggisbílsins. „Ég held ekki. Ég var að tapa gripi út úr beygjunum. Ég hefði örugglega ekki náð Montoya.“ Montoya ók fyrir Williams og McLaren í Formúlu 1 og vann sjö sinnum í þessum 95 kappökstrum sem hann tók þátt í. Hann sagði svo skilið við Formúlu 1 á miðju tímabilinu 2006 þegar hann tilkynnti að hann væri að fara til Bandaríkjanna að keppa í NASCAR. McLaren-liðið leysti hann undan samningnum um leið enda hafði hann ekkert ráðfært sig við liðið. Formúla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Fyrrum Formúlu 1-ökuþórinn, Juan-Pablo Montoya, sem keppir nú í NASCAR í Bandaríkjunum rétt missti af sigri í mótaröðinni í gær. Montoya var samt ánægður með að ná að klára mótið. „Er ég ánægður? Jahá!“ Sagði Montoya eftir kappaksturinn í Richmond-brautinni í Virginíuríki. Hann var fremstur þegar aðeins tíu hringir voru eftir en þurfti að láta forystuna af hendi þegar Brian Vickers klessti bílinn sinn og öryggisbíllinn var kallaður út. Montoya var þá þvingaður til að skipta um dekk og endurræsti kappaksturinn í sjötta sæti. Hann endaði þó fjórði. „Ég meina, hvar höfum við endað betur en þetta? Í síðustu keppnum höfum við lent í bilaðri eldsneytisdælu, gírkassa, lausum dekkjum, sprungnum dekkjum... Svo að klára mótið? Vá!“ Montoya segist hafa velt því fyrir sér að halda áfram á slitnum dekkjum en þorði það ekki og valdi frekar örugg stig. Kevin Harvick vann mótið 1,5 sekúndum á undan Montoya. Hann heldur að hann hafi ekki getað náð Montoya án öryggisbílsins. „Ég held ekki. Ég var að tapa gripi út úr beygjunum. Ég hefði örugglega ekki náð Montoya.“ Montoya ók fyrir Williams og McLaren í Formúlu 1 og vann sjö sinnum í þessum 95 kappökstrum sem hann tók þátt í. Hann sagði svo skilið við Formúlu 1 á miðju tímabilinu 2006 þegar hann tilkynnti að hann væri að fara til Bandaríkjanna að keppa í NASCAR. McLaren-liðið leysti hann undan samningnum um leið enda hafði hann ekkert ráðfært sig við liðið.
Formúla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira