Montoya rétt missti af sigrinum Birgir Þór Harðarson skrifar 29. apríl 2013 22:15 Montoya ekur fyrir Chevrolet í NASCAR. Fyrrum Formúlu 1-ökuþórinn, Juan-Pablo Montoya, sem keppir nú í NASCAR í Bandaríkjunum rétt missti af sigri í mótaröðinni í gær. Montoya var samt ánægður með að ná að klára mótið. „Er ég ánægður? Jahá!“ Sagði Montoya eftir kappaksturinn í Richmond-brautinni í Virginíuríki. Hann var fremstur þegar aðeins tíu hringir voru eftir en þurfti að láta forystuna af hendi þegar Brian Vickers klessti bílinn sinn og öryggisbíllinn var kallaður út. Montoya var þá þvingaður til að skipta um dekk og endurræsti kappaksturinn í sjötta sæti. Hann endaði þó fjórði. „Ég meina, hvar höfum við endað betur en þetta? Í síðustu keppnum höfum við lent í bilaðri eldsneytisdælu, gírkassa, lausum dekkjum, sprungnum dekkjum... Svo að klára mótið? Vá!“ Montoya segist hafa velt því fyrir sér að halda áfram á slitnum dekkjum en þorði það ekki og valdi frekar örugg stig. Kevin Harvick vann mótið 1,5 sekúndum á undan Montoya. Hann heldur að hann hafi ekki getað náð Montoya án öryggisbílsins. „Ég held ekki. Ég var að tapa gripi út úr beygjunum. Ég hefði örugglega ekki náð Montoya.“ Montoya ók fyrir Williams og McLaren í Formúlu 1 og vann sjö sinnum í þessum 95 kappökstrum sem hann tók þátt í. Hann sagði svo skilið við Formúlu 1 á miðju tímabilinu 2006 þegar hann tilkynnti að hann væri að fara til Bandaríkjanna að keppa í NASCAR. McLaren-liðið leysti hann undan samningnum um leið enda hafði hann ekkert ráðfært sig við liðið. Formúla Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Fyrrum Formúlu 1-ökuþórinn, Juan-Pablo Montoya, sem keppir nú í NASCAR í Bandaríkjunum rétt missti af sigri í mótaröðinni í gær. Montoya var samt ánægður með að ná að klára mótið. „Er ég ánægður? Jahá!“ Sagði Montoya eftir kappaksturinn í Richmond-brautinni í Virginíuríki. Hann var fremstur þegar aðeins tíu hringir voru eftir en þurfti að láta forystuna af hendi þegar Brian Vickers klessti bílinn sinn og öryggisbíllinn var kallaður út. Montoya var þá þvingaður til að skipta um dekk og endurræsti kappaksturinn í sjötta sæti. Hann endaði þó fjórði. „Ég meina, hvar höfum við endað betur en þetta? Í síðustu keppnum höfum við lent í bilaðri eldsneytisdælu, gírkassa, lausum dekkjum, sprungnum dekkjum... Svo að klára mótið? Vá!“ Montoya segist hafa velt því fyrir sér að halda áfram á slitnum dekkjum en þorði það ekki og valdi frekar örugg stig. Kevin Harvick vann mótið 1,5 sekúndum á undan Montoya. Hann heldur að hann hafi ekki getað náð Montoya án öryggisbílsins. „Ég held ekki. Ég var að tapa gripi út úr beygjunum. Ég hefði örugglega ekki náð Montoya.“ Montoya ók fyrir Williams og McLaren í Formúlu 1 og vann sjö sinnum í þessum 95 kappökstrum sem hann tók þátt í. Hann sagði svo skilið við Formúlu 1 á miðju tímabilinu 2006 þegar hann tilkynnti að hann væri að fara til Bandaríkjanna að keppa í NASCAR. McLaren-liðið leysti hann undan samningnum um leið enda hafði hann ekkert ráðfært sig við liðið.
Formúla Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira