Gengur Tottenham betur en KR? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2013 07:54 Gylfi skorar markið glæsilega í fyrri leiknum. Nordicphotos/Getty Tottenham sækir Basel heim í síðari leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Fyrri leik liðanna á White Hart Lane lauk með 2-2 jafntefli þar sem Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Spurs jafntefli. Nær öruggt má telja að Gylfi verði í byrjunarliði Spurs í Sviss í kvöld. Íslenski landsliðsmaðurinn kom Tottenham aftur til bjargar í 2-2 jafntefli á heimavelli gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni. Gylfi hefur skorað þrjú mörk í Evrópudeildinni í vetur og aðeins Jermain Defoe hefur skorað fleiri eða fjögur. Spurs saknar Aaron Lennon og Gareth Bale sem báðir glíma við meiðsli á ökkla. Reikna má með því að Michael Dawson verði aftur í hjarta varnarinnar en William Gallas, sem oft hefur leikið betur en á yfirstandandi leiktíð, er meiddur á kálfa. Tottenham fagnar þó endurkomu Kyle Walker sem var í leikbanni í fyrri leiknum. Kyle Naughton tyllir sér væntanlega á bekkinn.Baldur Sigruðsson á St. Jacob's Park sumarið 2009.Nordicphotos/GettyÞótt flestir reikni með sigri Tottenham í kvöld verður að hafa í huga að Basel er erfitt heim að sækja á St. Jakob-Park. Því fengu liðsmenn Manchester United að kynnast á síðustu leiktíð en völlurinn var endastöð liðsins í Meistaradeild Evrópu eftir 2-1 tap í riðlakeppninni. Basel er auk þess á miklu skriði og vermir toppsæti svissnesku deildarinnar. Liðið hefur aðeins tapað einum leik í öllum keppnum frá því í nóvember og verða vel studdir í Basel í kvöld.Liðsmenn KR fagna marki Guðmundar Benediktssonar í fyrri leiknum gegn Basel í Vesturbænum.Mynd/ArnþórTottenham er í sömu sporum og KR var í sumarið 2009. Þá mættu KR-ingar liði Basel í 3. umferð forkeppni Evrópudeilarinnar. Liðin skildu jöfn á KR-vellinum 2-2 eftir að KR komst 2-0 yfir. Í síðari leiknum í Sviss hafði Basel 3-1 sigur þrátt fyrir að KR væri manni fleiri allan síðari hálfleikinn. Leikurinn hefst klukkan 19.05 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Þá verður fylgst vel með gangi mála hér á Vísi. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Glæsimark Gylfa og skelfileg meiðsli Bale | Myndband Tímabilið gæti verið búið hjá Gareth Bale eftir að hann meiddist illa á ökkla í leik Tottenham og Basel í Evrópudeild UEFA í kvöld. 4. apríl 2013 21:33 Gylfi skoraði en Bale borinn af velli Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mikilvægt mark fyrir Tottenham í kvöld. Hann tryggði þá liðinu 2-2 jafntefli gegn Basel í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildar UEFA. 4. apríl 2013 21:00 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Í beinni: Chelsea - West Ham | Lundúnaslagur á lokadegi gluggans Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Sjá meira
Tottenham sækir Basel heim í síðari leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Fyrri leik liðanna á White Hart Lane lauk með 2-2 jafntefli þar sem Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Spurs jafntefli. Nær öruggt má telja að Gylfi verði í byrjunarliði Spurs í Sviss í kvöld. Íslenski landsliðsmaðurinn kom Tottenham aftur til bjargar í 2-2 jafntefli á heimavelli gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni. Gylfi hefur skorað þrjú mörk í Evrópudeildinni í vetur og aðeins Jermain Defoe hefur skorað fleiri eða fjögur. Spurs saknar Aaron Lennon og Gareth Bale sem báðir glíma við meiðsli á ökkla. Reikna má með því að Michael Dawson verði aftur í hjarta varnarinnar en William Gallas, sem oft hefur leikið betur en á yfirstandandi leiktíð, er meiddur á kálfa. Tottenham fagnar þó endurkomu Kyle Walker sem var í leikbanni í fyrri leiknum. Kyle Naughton tyllir sér væntanlega á bekkinn.Baldur Sigruðsson á St. Jacob's Park sumarið 2009.Nordicphotos/GettyÞótt flestir reikni með sigri Tottenham í kvöld verður að hafa í huga að Basel er erfitt heim að sækja á St. Jakob-Park. Því fengu liðsmenn Manchester United að kynnast á síðustu leiktíð en völlurinn var endastöð liðsins í Meistaradeild Evrópu eftir 2-1 tap í riðlakeppninni. Basel er auk þess á miklu skriði og vermir toppsæti svissnesku deildarinnar. Liðið hefur aðeins tapað einum leik í öllum keppnum frá því í nóvember og verða vel studdir í Basel í kvöld.Liðsmenn KR fagna marki Guðmundar Benediktssonar í fyrri leiknum gegn Basel í Vesturbænum.Mynd/ArnþórTottenham er í sömu sporum og KR var í sumarið 2009. Þá mættu KR-ingar liði Basel í 3. umferð forkeppni Evrópudeilarinnar. Liðin skildu jöfn á KR-vellinum 2-2 eftir að KR komst 2-0 yfir. Í síðari leiknum í Sviss hafði Basel 3-1 sigur þrátt fyrir að KR væri manni fleiri allan síðari hálfleikinn. Leikurinn hefst klukkan 19.05 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Þá verður fylgst vel með gangi mála hér á Vísi.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Glæsimark Gylfa og skelfileg meiðsli Bale | Myndband Tímabilið gæti verið búið hjá Gareth Bale eftir að hann meiddist illa á ökkla í leik Tottenham og Basel í Evrópudeild UEFA í kvöld. 4. apríl 2013 21:33 Gylfi skoraði en Bale borinn af velli Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mikilvægt mark fyrir Tottenham í kvöld. Hann tryggði þá liðinu 2-2 jafntefli gegn Basel í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildar UEFA. 4. apríl 2013 21:00 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Í beinni: Chelsea - West Ham | Lundúnaslagur á lokadegi gluggans Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Sjá meira
Glæsimark Gylfa og skelfileg meiðsli Bale | Myndband Tímabilið gæti verið búið hjá Gareth Bale eftir að hann meiddist illa á ökkla í leik Tottenham og Basel í Evrópudeild UEFA í kvöld. 4. apríl 2013 21:33
Gylfi skoraði en Bale borinn af velli Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mikilvægt mark fyrir Tottenham í kvöld. Hann tryggði þá liðinu 2-2 jafntefli gegn Basel í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildar UEFA. 4. apríl 2013 21:00