Hraðaheimsmet blæjubíls Finnur Thorlacius skrifar 12. apríl 2013 09:15 Topplaus Bugatti Veyron náði 408 km hraða. Fyrir stuttu svipti Guinness Book of Records Bugatti titlinum hraðskreiðasti fjöldaframleiddi bíll heims vegna þess að átt hafði verið við Bugatti Veyron bílinn sem metið setti og hann því ekki eins og hver annar framleiðslubíll af þeirri gerð. Sviptingin fór mjög fyrir brjóstið á forsvarsmönnum Bugatti. Viðbrögð Bugatti við þessu var að reyna við enn eitt heimsmetið, þ.e. hraðskreiðasti blæjubíllinn. Heimsmetið náðist á topplausum Bugatti Veyron Grand Sport Vitesse og hraðinn mældist 408,84 km/klst. Var bílnum ekið af Kínverjanum Anthony Liu á akstursbraut Volkswagen í Ehra-Lessian í Þýskalandi. Bugatti er eitt af mörgum merkjum í eigu Volkswagen samstæðunnar. Eintak af Bugatti Veyron Grand Sport Vitesse kostar litlar 1.990.000 Evrur, eða ríflega 310 milljónir króna. Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent
Topplaus Bugatti Veyron náði 408 km hraða. Fyrir stuttu svipti Guinness Book of Records Bugatti titlinum hraðskreiðasti fjöldaframleiddi bíll heims vegna þess að átt hafði verið við Bugatti Veyron bílinn sem metið setti og hann því ekki eins og hver annar framleiðslubíll af þeirri gerð. Sviptingin fór mjög fyrir brjóstið á forsvarsmönnum Bugatti. Viðbrögð Bugatti við þessu var að reyna við enn eitt heimsmetið, þ.e. hraðskreiðasti blæjubíllinn. Heimsmetið náðist á topplausum Bugatti Veyron Grand Sport Vitesse og hraðinn mældist 408,84 km/klst. Var bílnum ekið af Kínverjanum Anthony Liu á akstursbraut Volkswagen í Ehra-Lessian í Þýskalandi. Bugatti er eitt af mörgum merkjum í eigu Volkswagen samstæðunnar. Eintak af Bugatti Veyron Grand Sport Vitesse kostar litlar 1.990.000 Evrur, eða ríflega 310 milljónir króna.
Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent