Hraðaheimsmet blæjubíls Finnur Thorlacius skrifar 12. apríl 2013 09:15 Topplaus Bugatti Veyron náði 408 km hraða. Fyrir stuttu svipti Guinness Book of Records Bugatti titlinum hraðskreiðasti fjöldaframleiddi bíll heims vegna þess að átt hafði verið við Bugatti Veyron bílinn sem metið setti og hann því ekki eins og hver annar framleiðslubíll af þeirri gerð. Sviptingin fór mjög fyrir brjóstið á forsvarsmönnum Bugatti. Viðbrögð Bugatti við þessu var að reyna við enn eitt heimsmetið, þ.e. hraðskreiðasti blæjubíllinn. Heimsmetið náðist á topplausum Bugatti Veyron Grand Sport Vitesse og hraðinn mældist 408,84 km/klst. Var bílnum ekið af Kínverjanum Anthony Liu á akstursbraut Volkswagen í Ehra-Lessian í Þýskalandi. Bugatti er eitt af mörgum merkjum í eigu Volkswagen samstæðunnar. Eintak af Bugatti Veyron Grand Sport Vitesse kostar litlar 1.990.000 Evrur, eða ríflega 310 milljónir króna. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent
Topplaus Bugatti Veyron náði 408 km hraða. Fyrir stuttu svipti Guinness Book of Records Bugatti titlinum hraðskreiðasti fjöldaframleiddi bíll heims vegna þess að átt hafði verið við Bugatti Veyron bílinn sem metið setti og hann því ekki eins og hver annar framleiðslubíll af þeirri gerð. Sviptingin fór mjög fyrir brjóstið á forsvarsmönnum Bugatti. Viðbrögð Bugatti við þessu var að reyna við enn eitt heimsmetið, þ.e. hraðskreiðasti blæjubíllinn. Heimsmetið náðist á topplausum Bugatti Veyron Grand Sport Vitesse og hraðinn mældist 408,84 km/klst. Var bílnum ekið af Kínverjanum Anthony Liu á akstursbraut Volkswagen í Ehra-Lessian í Þýskalandi. Bugatti er eitt af mörgum merkjum í eigu Volkswagen samstæðunnar. Eintak af Bugatti Veyron Grand Sport Vitesse kostar litlar 1.990.000 Evrur, eða ríflega 310 milljónir króna.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent