Webber færður aftast á ráslínu Birgir Þór Harðarson skrifar 13. apríl 2013 16:58 Webber þurfti að skilja bílinn sinn eftir og fékk far með brautarverði. Ástralinn Mark Webber þarf að ræsa aftastur í kínverska kappakstrinum í fyrramálið. Dómarar mótsins urðu að refsa honum þegar ekki tókst að taka nægilega stórt sýni úr eldsneytistanki Red Bull-bílsins. Webber stöðvaði bílinn í miðri annari lotu tímatökunnar og gekk til baka inn á viðgerðarsvæðið. Liðið segir eldnseytisdælu hafa klikkað og Webber sagði strax eftir tímatökuna að hann væri ekki bjartsýnn með að hægt væri að sækja eldsneytissýni þegar svo stæði á. Webber, sem náði fjórtánda besta tíma, mun því ræsa aftastur. "Eldsneytisþrýstingurinn féll svo ég gat ekki ekið til baka," sagði hann. "Ég þurfti að stoppa bílinn svo tímatakan var búin áður en hún byrjaði." Í skýrslu dómara í Kína kemur fram að eldsneytið hafi verið búið þegar bíllinn var skoðaður í morgun. Red Bull hafi viðurkennt það. "Aðeins 150ml voru eftir af eldsneyti um borð. Var það ekki nóg til að fylla sýnisskylduna sem er einn lítri og koma bílnum inn á viðgerðarsvæðið með eigin afli." Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ástralinn Mark Webber þarf að ræsa aftastur í kínverska kappakstrinum í fyrramálið. Dómarar mótsins urðu að refsa honum þegar ekki tókst að taka nægilega stórt sýni úr eldsneytistanki Red Bull-bílsins. Webber stöðvaði bílinn í miðri annari lotu tímatökunnar og gekk til baka inn á viðgerðarsvæðið. Liðið segir eldnseytisdælu hafa klikkað og Webber sagði strax eftir tímatökuna að hann væri ekki bjartsýnn með að hægt væri að sækja eldsneytissýni þegar svo stæði á. Webber, sem náði fjórtánda besta tíma, mun því ræsa aftastur. "Eldsneytisþrýstingurinn féll svo ég gat ekki ekið til baka," sagði hann. "Ég þurfti að stoppa bílinn svo tímatakan var búin áður en hún byrjaði." Í skýrslu dómara í Kína kemur fram að eldsneytið hafi verið búið þegar bíllinn var skoðaður í morgun. Red Bull hafi viðurkennt það. "Aðeins 150ml voru eftir af eldsneyti um borð. Var það ekki nóg til að fylla sýnisskylduna sem er einn lítri og koma bílnum inn á viðgerðarsvæðið með eigin afli."
Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira