Webber færður aftast á ráslínu Birgir Þór Harðarson skrifar 13. apríl 2013 16:58 Webber þurfti að skilja bílinn sinn eftir og fékk far með brautarverði. Ástralinn Mark Webber þarf að ræsa aftastur í kínverska kappakstrinum í fyrramálið. Dómarar mótsins urðu að refsa honum þegar ekki tókst að taka nægilega stórt sýni úr eldsneytistanki Red Bull-bílsins. Webber stöðvaði bílinn í miðri annari lotu tímatökunnar og gekk til baka inn á viðgerðarsvæðið. Liðið segir eldnseytisdælu hafa klikkað og Webber sagði strax eftir tímatökuna að hann væri ekki bjartsýnn með að hægt væri að sækja eldsneytissýni þegar svo stæði á. Webber, sem náði fjórtánda besta tíma, mun því ræsa aftastur. "Eldsneytisþrýstingurinn féll svo ég gat ekki ekið til baka," sagði hann. "Ég þurfti að stoppa bílinn svo tímatakan var búin áður en hún byrjaði." Í skýrslu dómara í Kína kemur fram að eldsneytið hafi verið búið þegar bíllinn var skoðaður í morgun. Red Bull hafi viðurkennt það. "Aðeins 150ml voru eftir af eldsneyti um borð. Var það ekki nóg til að fylla sýnisskylduna sem er einn lítri og koma bílnum inn á viðgerðarsvæðið með eigin afli." Formúla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Ástralinn Mark Webber þarf að ræsa aftastur í kínverska kappakstrinum í fyrramálið. Dómarar mótsins urðu að refsa honum þegar ekki tókst að taka nægilega stórt sýni úr eldsneytistanki Red Bull-bílsins. Webber stöðvaði bílinn í miðri annari lotu tímatökunnar og gekk til baka inn á viðgerðarsvæðið. Liðið segir eldnseytisdælu hafa klikkað og Webber sagði strax eftir tímatökuna að hann væri ekki bjartsýnn með að hægt væri að sækja eldsneytissýni þegar svo stæði á. Webber, sem náði fjórtánda besta tíma, mun því ræsa aftastur. "Eldsneytisþrýstingurinn féll svo ég gat ekki ekið til baka," sagði hann. "Ég þurfti að stoppa bílinn svo tímatakan var búin áður en hún byrjaði." Í skýrslu dómara í Kína kemur fram að eldsneytið hafi verið búið þegar bíllinn var skoðaður í morgun. Red Bull hafi viðurkennt það. "Aðeins 150ml voru eftir af eldsneyti um borð. Var það ekki nóg til að fylla sýnisskylduna sem er einn lítri og koma bílnum inn á viðgerðarsvæðið með eigin afli."
Formúla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira