Kovalainen reynsluekur fyrir Caterham Birgir Þór Harðarson skrifar 17. apríl 2013 16:30 Kovalainen fær að vera með um næstu helgi. Finnski ökuþórinn Heikki Kovalainen hefur verið endurráðinn til Caterham-liðsins sem tilraunaökuþór. Mun hann aka á föstudagsæfingum fyrir liðið í Barein síðar í vikunni. Kovalainen missti sæti sitt til Giedo van der Garde og Charles Pic sem keppa nú fyrir liðið. Buðu styrktaraðilar þeirra liðinu meiri peninga en finnsku bakhjarlar Kovalainen. Finninn ók áður fyrir McLaren og Renault áður en hann gekk til liðs við Caterham árið 2010. Liðið hét þá Lotus. Hann er að vonum ánægður með að fá tækifærið aftur en margir höfðu útilokað hann úr Formúlu 1. Kovalainen hefur hins vegar alltaf verið fljótur í bílnum. „Þetta eru auðvitað góðar fréttir, að fá að keyra í Barein og Barcelona. Ég hlakka til að geta farið aftur að vinna og hjálpa liðinu eins mikið og ég get,“ sagði hann. Caterham-liðinu hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel í fyrstu mótum ársins og hafa verið í vandræðum með að skáka keppinautum sínum í Marussia á brautinni. Liðið er sem stendur í neðsta sæti í heimsmeistarakeppni bílasmiða því Jules Bianchi, ökuþór Marussia, hefur náð besta árangri liðanna í ár (13. sæti í Malasíu). Formúla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Finnski ökuþórinn Heikki Kovalainen hefur verið endurráðinn til Caterham-liðsins sem tilraunaökuþór. Mun hann aka á föstudagsæfingum fyrir liðið í Barein síðar í vikunni. Kovalainen missti sæti sitt til Giedo van der Garde og Charles Pic sem keppa nú fyrir liðið. Buðu styrktaraðilar þeirra liðinu meiri peninga en finnsku bakhjarlar Kovalainen. Finninn ók áður fyrir McLaren og Renault áður en hann gekk til liðs við Caterham árið 2010. Liðið hét þá Lotus. Hann er að vonum ánægður með að fá tækifærið aftur en margir höfðu útilokað hann úr Formúlu 1. Kovalainen hefur hins vegar alltaf verið fljótur í bílnum. „Þetta eru auðvitað góðar fréttir, að fá að keyra í Barein og Barcelona. Ég hlakka til að geta farið aftur að vinna og hjálpa liðinu eins mikið og ég get,“ sagði hann. Caterham-liðinu hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel í fyrstu mótum ársins og hafa verið í vandræðum með að skáka keppinautum sínum í Marussia á brautinni. Liðið er sem stendur í neðsta sæti í heimsmeistarakeppni bílasmiða því Jules Bianchi, ökuþór Marussia, hefur náð besta árangri liðanna í ár (13. sæti í Malasíu).
Formúla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira