Räikkönen er sama hvernig dekkin eru Birgir Þór Harðarson skrifar 18. apríl 2013 19:45 Kimi nennir ekki rugli. Kimi Räikkönen, ökumaður Lotus-liðsins í Formúlu 1, sér enga ástæðu fyrir því að breyta dekkjunum sem Pirelli hefur skaffað liðunum í ár. Kappaksturinn sé alveg eins og í gamla daga. Red Bull-liðið hefur kvartað sáran undan því hversu fljótt dekkin undir Formúlu 1-bílunum eyðast og vilja að Pirelli-dekkjaframleiðandinn, sem sér öllum keppnisliðunum fyrir dekkjum, breyti gúmmíblöndunni svo þau verði meðfærilegri í lengri vegalengdum. Räikkönen kann hins vegar vel að meta dekkin. Hann vann til dæmis í Ástralíu þar sem hann tók aðeins tvö þjónustuhlé gegn þremur hléum annarra ökuþóra. „Kappaksturinn á toppnum er ekkert öðruvísi en hann var í fortíðinni. F1 hefur í raun ekki breyst mikið í þessi tíu ár sem ég hef verið hér,“ segir hann. „Þú hefur alltaf val. Þú velur auðvitað fljótustu leiðina í endamarkið og reynir að vinna.“ Kimi bendir á að hvaða vöru sem Pirelli mun bjóða þá verði alltaf gagnrýnisraddir. „Þegar við höfðum aðra dekkjaframleiðendur voru ekki allir endilega ánægðir með þau dekk.“ „Stundum er maður í vandræðum og maður þarf að takast á við það. En það er allt í lagi því annars væri leikurinn of auðveldur,“ segir Kimi.Bíll Raikkönen er búinn undir kappaksturinn í Kína síðustu helgi. Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Kimi Räikkönen, ökumaður Lotus-liðsins í Formúlu 1, sér enga ástæðu fyrir því að breyta dekkjunum sem Pirelli hefur skaffað liðunum í ár. Kappaksturinn sé alveg eins og í gamla daga. Red Bull-liðið hefur kvartað sáran undan því hversu fljótt dekkin undir Formúlu 1-bílunum eyðast og vilja að Pirelli-dekkjaframleiðandinn, sem sér öllum keppnisliðunum fyrir dekkjum, breyti gúmmíblöndunni svo þau verði meðfærilegri í lengri vegalengdum. Räikkönen kann hins vegar vel að meta dekkin. Hann vann til dæmis í Ástralíu þar sem hann tók aðeins tvö þjónustuhlé gegn þremur hléum annarra ökuþóra. „Kappaksturinn á toppnum er ekkert öðruvísi en hann var í fortíðinni. F1 hefur í raun ekki breyst mikið í þessi tíu ár sem ég hef verið hér,“ segir hann. „Þú hefur alltaf val. Þú velur auðvitað fljótustu leiðina í endamarkið og reynir að vinna.“ Kimi bendir á að hvaða vöru sem Pirelli mun bjóða þá verði alltaf gagnrýnisraddir. „Þegar við höfðum aðra dekkjaframleiðendur voru ekki allir endilega ánægðir með þau dekk.“ „Stundum er maður í vandræðum og maður þarf að takast á við það. En það er allt í lagi því annars væri leikurinn of auðveldur,“ segir Kimi.Bíll Raikkönen er búinn undir kappaksturinn í Kína síðustu helgi.
Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira