Hamilton ætlaði frekar að hætta Birgir Þór Harðarson skrifar 20. mars 2013 18:15 Lewis Hamilton vildi frekar hætta en að halda áfram að aka fyrir McLaren. Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, hefur sagt við breska götublaðið The Sun að Lewis Hamilton hafi frekar viljað hætta í Formúlu 1 en að aka eitt ár í viðbót fyrir McLaren. Hann hafi verið orðinn svo þreyttur á liðinu. Hamilton skrifaði undir samning hjá Mercedes síðasta haust og yfirgaf um leið McLaren-liðið sem hann hafði ekið fyrir í 13 ár, þar af síðustu sex ár í Formúlu 1. Hamilton var tíður gestur í húsakynnum Ecclestone síðasta sumar en alráðurinn segir hann hafa treyst sér fyrir áhyggjum sínum af framtíðinni. „Lewis sagði mér að hann hefði frekar viljað taka sér eitt ár í frí heldur en að aka fyrir McLaren. Ég veit ekki af hverju það fór svoleiðis," segir Ecclestone. „Hamilton fór ekki fyrir peningana. Ég veit svosem ekkert hvers vegna hann fór en það var ekki út af peningum." „Hann vildi bara breytinguna held ég. Kannski fannst honum hann hafa verið nógu lengi hjá McLaren og vildi halda sína leið." Formúla Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, hefur sagt við breska götublaðið The Sun að Lewis Hamilton hafi frekar viljað hætta í Formúlu 1 en að aka eitt ár í viðbót fyrir McLaren. Hann hafi verið orðinn svo þreyttur á liðinu. Hamilton skrifaði undir samning hjá Mercedes síðasta haust og yfirgaf um leið McLaren-liðið sem hann hafði ekið fyrir í 13 ár, þar af síðustu sex ár í Formúlu 1. Hamilton var tíður gestur í húsakynnum Ecclestone síðasta sumar en alráðurinn segir hann hafa treyst sér fyrir áhyggjum sínum af framtíðinni. „Lewis sagði mér að hann hefði frekar viljað taka sér eitt ár í frí heldur en að aka fyrir McLaren. Ég veit ekki af hverju það fór svoleiðis," segir Ecclestone. „Hamilton fór ekki fyrir peningana. Ég veit svosem ekkert hvers vegna hann fór en það var ekki út af peningum." „Hann vildi bara breytinguna held ég. Kannski fannst honum hann hafa verið nógu lengi hjá McLaren og vildi halda sína leið."
Formúla Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira