Vettel segir Red Bull búið að leysa vandann Birgir Þór Harðarson skrifar 21. mars 2013 14:15 Vettel umkringdur blaða og fréttamönnum í Malasíu í dag. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel segir dekkjavandræði Red Bull-liðsins ekki verða þeim að falli í Malasíu eins og í Ástralíu. RB9-bíllinn muni fara betur með dekkin um helgina. Þeir Vettel og Mark Webber voru lang fljótastir fyrir Red Bull-liðið á æfingum fyrir ástralska kappaksturinn um síðustu helgi og náðu bestu tímum í tímatökunni. Í kappakstrinum náðu þeir hins vegar ekki að halda lífi í dekkjunum nógu lengi svo þeir féllu í þriðja og sjötta sæti. Vettel segist ekki hafa talið sigurinn vísan eftir mikinn hraða á æfingum og í tímatökum en að dekkjavandræðin hafi komið á óvart í keppninni. „Maður fer ekki í keppni með það í huga að hún sé unnin. Þetta er ekki svo einfalt." „Við eygðum möguleika á sigri en vandræðin í keppninni komu aftan að okkur," sagði Vettel í Malasíu í dag. „Venjulega er ekki hægt að breyta uppsetningu bílsins fyrir keppni á sunndag svo við höfum í mörg horn að líta á föstudegi og laugardegi. Við lærðum helling í Ástralíu en það eru enn hlutir sem við skiljum ekki alveg. Það hafa auðvitað aðeins liðið örfáir dagar." Heimsmeistarinn segir að það sé mjög lítið sem ökumenn geta gert til að takmarka slit dekkjanna í keppninni. Það ráði uppsetning bílsins og aðrar ytri aðstæður. Formúla Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel segir dekkjavandræði Red Bull-liðsins ekki verða þeim að falli í Malasíu eins og í Ástralíu. RB9-bíllinn muni fara betur með dekkin um helgina. Þeir Vettel og Mark Webber voru lang fljótastir fyrir Red Bull-liðið á æfingum fyrir ástralska kappaksturinn um síðustu helgi og náðu bestu tímum í tímatökunni. Í kappakstrinum náðu þeir hins vegar ekki að halda lífi í dekkjunum nógu lengi svo þeir féllu í þriðja og sjötta sæti. Vettel segist ekki hafa talið sigurinn vísan eftir mikinn hraða á æfingum og í tímatökum en að dekkjavandræðin hafi komið á óvart í keppninni. „Maður fer ekki í keppni með það í huga að hún sé unnin. Þetta er ekki svo einfalt." „Við eygðum möguleika á sigri en vandræðin í keppninni komu aftan að okkur," sagði Vettel í Malasíu í dag. „Venjulega er ekki hægt að breyta uppsetningu bílsins fyrir keppni á sunndag svo við höfum í mörg horn að líta á föstudegi og laugardegi. Við lærðum helling í Ástralíu en það eru enn hlutir sem við skiljum ekki alveg. Það hafa auðvitað aðeins liðið örfáir dagar." Heimsmeistarinn segir að það sé mjög lítið sem ökumenn geta gert til að takmarka slit dekkjanna í keppninni. Það ráði uppsetning bílsins og aðrar ytri aðstæður.
Formúla Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira