Vettel fyrstur og Webber annar í sigri Red Bull Birgir Þór Harðarson skrifar 24. mars 2013 09:58 Vettel vann í Malasíu eftir að hafa hundsað liðskipanir um að halda öðru sætinu á eftir liðsfélaga sínum. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel vann malasíska kappaksturinn sem fram fór í morgun. Liðsfélagi hans, Mark Webber, varð annar eftir að hafa leitt kappaksturinn mestan hluta mótsins. Webber var langt frá því að vera ánægður með liðið sitt eftir mótið og barði í borð þegar hann svaraði Vettel á meðan þeir biðu þess að komast út á verðlaunapallinn. Webber fannst hann hafa frekar átt að vinna. Hann hefur jafnvel heyrt þegar Vettel bað liðið um að segja Webber að færa sig því hann væri ekki nógu fljótur. Það voru því ekki allt of brosmild andlit á verðlaunapallinum. Sérfræðingar Sky Sports og Autosport telja að Red Bull hafi beitt liðskipunum sem Vettel hefur hunsað. Í það minnsta sagði Webber "Multi 21" sem eru leyniskilaboð til bílstjóranna um að þeir eigi að halda sínum stöðum. Lewis Hamilton varð þriðji, rétt á undan liðsfélaga sínum, Nico Rosberg, sem vildi ólmur komast fram úr en var bannað það af Ross Brawn liðstjóra. Hamilton gat ekki sótt á Red Bull-mennina því hann þurfti að spara eldsneytið um borð. Fernando Alonso flaug út af brautinni þegar aðeins einn hringur var búinn af kappakstrinum. Hann eyðilagði framvænginn í þriðju beygju eftir ræsingu þegar hann ók örlítið aftan í bíl Vettels. Alonso lauk ekki mótinu eins og báðir Force India-bílarnir, Jenson Button á McLaren. Vettel er kominn í forystu í stigamótinu því Kimi Raikkönen átti í basli með bílinn og lauk mótinu í sjöunda sæti. Formúla Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel vann malasíska kappaksturinn sem fram fór í morgun. Liðsfélagi hans, Mark Webber, varð annar eftir að hafa leitt kappaksturinn mestan hluta mótsins. Webber var langt frá því að vera ánægður með liðið sitt eftir mótið og barði í borð þegar hann svaraði Vettel á meðan þeir biðu þess að komast út á verðlaunapallinn. Webber fannst hann hafa frekar átt að vinna. Hann hefur jafnvel heyrt þegar Vettel bað liðið um að segja Webber að færa sig því hann væri ekki nógu fljótur. Það voru því ekki allt of brosmild andlit á verðlaunapallinum. Sérfræðingar Sky Sports og Autosport telja að Red Bull hafi beitt liðskipunum sem Vettel hefur hunsað. Í það minnsta sagði Webber "Multi 21" sem eru leyniskilaboð til bílstjóranna um að þeir eigi að halda sínum stöðum. Lewis Hamilton varð þriðji, rétt á undan liðsfélaga sínum, Nico Rosberg, sem vildi ólmur komast fram úr en var bannað það af Ross Brawn liðstjóra. Hamilton gat ekki sótt á Red Bull-mennina því hann þurfti að spara eldsneytið um borð. Fernando Alonso flaug út af brautinni þegar aðeins einn hringur var búinn af kappakstrinum. Hann eyðilagði framvænginn í þriðju beygju eftir ræsingu þegar hann ók örlítið aftan í bíl Vettels. Alonso lauk ekki mótinu eins og báðir Force India-bílarnir, Jenson Button á McLaren. Vettel er kominn í forystu í stigamótinu því Kimi Raikkönen átti í basli með bílinn og lauk mótinu í sjöunda sæti.
Formúla Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira