Handbolti

"Hefðir eru hefðir"

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Illa útlítandi afturendinn á leikmanni meistaraflokks Fjölnis í handbolta.
Illa útlítandi afturendinn á leikmanni meistaraflokks Fjölnis í handbolta. Mynd/Facebook
Algengt er að ungir handboltaiðkendur séu vígðir inn í meistaraflokka félaga sinna með rassskellingum. Nýr liðsmaður Fjölnis fékk að kynnast meistaraflokknum með flötum lófum liðsfélaga sinna á dögunum.

„Þú ert ekkert að fara að setjast á þetta næstu vikurnar," segir liðsfélagi særða leikmannsins sem virðist ekki kippa sér mikið upp við atvikið því hann líkar við myndina.

Annar liðsfélagi hans, sá sem birti myndina á Facebook, ritar „Hefðir eru hefðir" við myndina. Þriðji liðsfélaginn lýsir því yfir að um skemmtilega athöfn hafi verið að ræða. „Þetta var ekki leiðinlegt," skrifar sá.

Töluvert var fjallað um rassskellingar sem innvígsluaðferð í íslensku karlalandsliðin í handbolta síðastliðið sumar. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði í samtali við Fréttablaðið, að engin hefði slast í slíkum gjörningi eftir því sem hann best vissi.

„Þetta er bara hefð og menn hafa ekki slasast að því ég best veit," sagði Einar við það tilefni.

Freyr Brynjarsson, fyrirliði Hauka, sagði við sama tilefni að enginn væri píndur í slíka víglusathöfn hjá Haukaliðinu.

„Menn geta komið sér undan þessu ef þeir vilja, ef þeir eru sérstaklega viðkvæmir fyrir þessu. Ef þeir vilja ekki taka þátt í þessu eru þeir ekkert teknir fyrir. Menn eru ekkert píndir," sagði Freyr.

Þá var einnig rætt við leikmenn í U20 ára landsliðinu síðastliðið sumar sem sögðu flengingar vissulega innvígsluathöfn þótt ekki væri um hefð að ræða. Fréttina má sjá hér.


Tengdar fréttir

"Þetta er ólíðandi ofbeldi“

Formaður handknattleiksdeildar Fjölnis segir í athugasemdakerfi á Vísi að rassskellingar sem fjallað var um á vefnum fyrr í kvöld séu ólíðandi ofbeldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×