Tiger aftur í efsta sæti heimslistans Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. mars 2013 20:04 Tiger og Arnold Palmer slá á létta strengi. Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods fagnaði sigri á Bay Hill PGA-mótinu í golfi í dag og endurheimti þar með toppsæti heimslistans í golfi eftir þriggja ára bið. Frægt er þegar að Tiger féll af stalli sínum með látum eftir að upp komst um ítrekað framhjáhald hans og ótryggð við þáverandi eiginkonu sína, Elin Nordegren. Það tók Tiger langan tíma að komast aftur á beinu brautina en meiðsli settu einnig strik í reikninginn. Tiger og skíðakonan Lindsay Vonn tilkynntu fyrir viku síðan að þau væru kærustupar og nú er hann aftur orðinn besti kylfingur heims. Honum líður greinilega vel á boðsmóti Arnold Palmer sem lauk á Bay Hill-vellinum í dag. Þetta var hans áttundi sigur á mótinu frá upphafi og 48. sigur hans á PGA-mótaröðinni. „Þetta er afleiðing mikillar vinnu og þolinmæði," sagði Woods eftir sigurinn í dag. Lokahringnum var frestað í gær vegna veðurs en Tiger hélt ró sinni í dag og hélt minnst tveggja högga forystu allt til loka. Hann spilaði á 70 höggum í dag og sigraði með tveggja högga forystu á Englendinginn Justin Rose. Tiger féll niður í 58. sæti heimslistans á sínum tíma en hefur síðan á Bay Hill-mótinu í fyrra unnið alls sex PGA-mót. Næsta mót er Masters-mótið og þar á Tiger möguleika á að binda enda á fimm ára bið eftir sigri á stórmóti. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods fagnaði sigri á Bay Hill PGA-mótinu í golfi í dag og endurheimti þar með toppsæti heimslistans í golfi eftir þriggja ára bið. Frægt er þegar að Tiger féll af stalli sínum með látum eftir að upp komst um ítrekað framhjáhald hans og ótryggð við þáverandi eiginkonu sína, Elin Nordegren. Það tók Tiger langan tíma að komast aftur á beinu brautina en meiðsli settu einnig strik í reikninginn. Tiger og skíðakonan Lindsay Vonn tilkynntu fyrir viku síðan að þau væru kærustupar og nú er hann aftur orðinn besti kylfingur heims. Honum líður greinilega vel á boðsmóti Arnold Palmer sem lauk á Bay Hill-vellinum í dag. Þetta var hans áttundi sigur á mótinu frá upphafi og 48. sigur hans á PGA-mótaröðinni. „Þetta er afleiðing mikillar vinnu og þolinmæði," sagði Woods eftir sigurinn í dag. Lokahringnum var frestað í gær vegna veðurs en Tiger hélt ró sinni í dag og hélt minnst tveggja högga forystu allt til loka. Hann spilaði á 70 höggum í dag og sigraði með tveggja högga forystu á Englendinginn Justin Rose. Tiger féll niður í 58. sæti heimslistans á sínum tíma en hefur síðan á Bay Hill-mótinu í fyrra unnið alls sex PGA-mót. Næsta mót er Masters-mótið og þar á Tiger möguleika á að binda enda á fimm ára bið eftir sigri á stórmóti.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira