Fótbolti

Solskjær búinn að ná sér í Brasilíumann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær og Agnaldo Moares.
Ole Gunnar Solskjær og Agnaldo Moares. Mynd/Fésbókarsíða Molde
Ole Gunnar Solskjær, fyrrum leikmaður Manchester United, er búinn að gera Molde að norskum meisturum undanfarin tvö ár og nú er búinn að fá 19 ára gamlan Brasilíumann til félagsins til þess að hjálpa til að landa þrennunni.

Agnaldo Moares byrjaði vel því hann skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri Molde á 21 árs landsliði Kasakstan í æfingaferð liðsins til Tyrklands.

„Þetta er flottur strákur sem marga kosti. Ég er viss um að hann mun gleðja okkur í Molde Fotballklubb og krydda norsku úrvalsdeildina með sinni tækni og yfirsýn," sagði Ole Gunnar Solskjær í viðtali á heimasíðu Molde.

Molde tapaði 1-2 á móti Viking í fyrstu umferð norsku deildarinnar en mætir Lilleström í annarri umferðinni strax eftir landsleikjahléið. Liðið byrjaði illa í fyrra en tókst engu að síður að verja titilinn með góðum endaspretti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×