Fótbolti

FCK bjargaði jafntefli

Eiríkur STefán Ásgeirsson skrifar
Rúrik Gíslason.
Rúrik Gíslason. Nordic Photos / Getty Images
Ragnar Sigurðsson og Rúrik Gíslason voru báðir í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar sem gerði 2-2 jafntefli við Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

FCK lenti reyndar 2-0 undir í leiknum en skoraði tvívegis á síðasta stundarfjórðungnum. Jöfnunarmarkið kom á 90. mínútu en það gerði Andreas Cornelius.

Rúrik var skipt út af á 58. mínútu leiksins en Ragnari á 89. mínútu fyrir Thomas Delaney, sem lagði svo upp jöfnunarmark FCK aðeins mínútu síðar.

FCK er á toppi deildarinnar með 57 stig. Liðið er með fimmtán stiga forystu á toppi deildarinnar. Midtjylland er í sjöunda sæti með 28 stig.

Sölvi Geir Ottesen var ekki í leikmannahópi FCK í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×