McLaren opið fyrir Honda-vélum 2015 Birgir Þór Harðarson skrifar 11. mars 2013 21:15 Martin Whitmarsh vildi ekki svara neinu um vélakosti McLaren-liðsins árið 2015. Þykir það til marks um að Honda sé fyrsta val liðsins. Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren-liðsins, er opinn fyrir því að semja við Honda um vélar fyrir árið 2015. McLaren og Honda áttu gríðarlega farsælt samstarf á níunda og tíunda áratugnum og unnu fjölmarga heimsmeistaratitla saman. Honda hefur gefið það út að þeir hyggjast framleiða Formúlu 1-vélar á nýjan leik en japanski bílaframleiðandinn hætti í Formúlu 1 í kjölfar efnahagserfiðleika í lok árs 2008. Ross Brawn tók þrotabúið yfir og gerði Brawn GP að heimsmeisturum árið 2009. Mercedes keypti svo liðið og hefur það ekið undir merkjum þýska bílaframleiðandans síðan 2010. Á næsta ári munu taka í gildi nýjar tæknireglur í Formúlu 1 og verða vélarnar minnkaðar í V6 með forþjöppu. Honda framleiddi einmitt bestu túrbó-vélarnar þegar slíkt var leyft síðast. „Það er ekkert til að kynna í augnablikinu og ég get í raun ekki sagt neitt meira," sagði Whitmarsh. „Við erum með samning til næstu þriggja ára við Mercedes-Benz um vélar og munum nota Benz-vélar á næsta ári. Við höfum átt mjög gott samstarf með þeim." Svar Whitmarsh er talið segja meira enda var hann spurður um vélakosti McLaren-liðsins árin 2014 og 2015. Hann vék hins vegar aldrei að síðara árinu. Þrír vélaframleiðendur munu þurfa að skaffa öllum ellefu keppnisliðunum vélar á næsta ári. Það eru Ferrari, Renault og Mercedes. Árið 2015 bætist Honda við í leikinn. „Við höfum heyrt sögur af Porsche, Hyundai og Honda sem vilja koma og vera með. Þessir aðilar hljót að vera opnir fyrir samstarfi," sagði Whitmarsh.Ayrton Senna varð þrisvar sinnum heimsmeistari með McLaren Honda-liðinu árin 1988, 1990 og 1991. Formúla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren-liðsins, er opinn fyrir því að semja við Honda um vélar fyrir árið 2015. McLaren og Honda áttu gríðarlega farsælt samstarf á níunda og tíunda áratugnum og unnu fjölmarga heimsmeistaratitla saman. Honda hefur gefið það út að þeir hyggjast framleiða Formúlu 1-vélar á nýjan leik en japanski bílaframleiðandinn hætti í Formúlu 1 í kjölfar efnahagserfiðleika í lok árs 2008. Ross Brawn tók þrotabúið yfir og gerði Brawn GP að heimsmeisturum árið 2009. Mercedes keypti svo liðið og hefur það ekið undir merkjum þýska bílaframleiðandans síðan 2010. Á næsta ári munu taka í gildi nýjar tæknireglur í Formúlu 1 og verða vélarnar minnkaðar í V6 með forþjöppu. Honda framleiddi einmitt bestu túrbó-vélarnar þegar slíkt var leyft síðast. „Það er ekkert til að kynna í augnablikinu og ég get í raun ekki sagt neitt meira," sagði Whitmarsh. „Við erum með samning til næstu þriggja ára við Mercedes-Benz um vélar og munum nota Benz-vélar á næsta ári. Við höfum átt mjög gott samstarf með þeim." Svar Whitmarsh er talið segja meira enda var hann spurður um vélakosti McLaren-liðsins árin 2014 og 2015. Hann vék hins vegar aldrei að síðara árinu. Þrír vélaframleiðendur munu þurfa að skaffa öllum ellefu keppnisliðunum vélar á næsta ári. Það eru Ferrari, Renault og Mercedes. Árið 2015 bætist Honda við í leikinn. „Við höfum heyrt sögur af Porsche, Hyundai og Honda sem vilja koma og vera með. Þessir aðilar hljót að vera opnir fyrir samstarfi," sagði Whitmarsh.Ayrton Senna varð þrisvar sinnum heimsmeistari með McLaren Honda-liðinu árin 1988, 1990 og 1991.
Formúla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira