Raikkönen vann fyrsta mót ársins Birgir Þór Harðarson skrifar 17. mars 2013 07:46 Finninn Kimi Raikkönen kom fyrstur í mark í ástralska kappakstrinum í morgun. Lotus-bíllinn hans var fljótur og fór vel með dekkin sem skilaði honum örugglega í mark í fjörugum kappakstri. Sjö ökuþórar skiptust á um forystuna í mótinu en óvæntasti leiðtoginn var Adrian Sutil á Force India, sem snýr aftur í ár eftir að hafa verið settur til hliðar vegna réttarhalda yfir honum í þýskalandi. Þá kóm á óvart hversu lélegt keppnisform Red Bull-manna var en þeir ræstu fremstir en Vettel náði aðeins þriðja sæti og liðsfélagi hans, Mark Webber, varð sjötti. Dekkin virðast enn vera óskiljanleg liðunum sem gerðu mörg skissur í viðgerðarhléum þegar ökumenn voru sendir út á rangri dekkjagerð. Fernando Alonso varð annar í Ferrari-bílnum á undan liðsfélaga sínum Felipe Massa. Ferrari-liðið lítur betur út nú í byrjun árs heldur en í fyrra. Alonso barðist til að mynda duglega við Vettel um miðbik keppninnar og hafði betur. Mercedes-bílarnir voru ekki eins fljótir og við var búist en Hamilton lenti í vandræðum með dekkjaslitið þegar líða tók á mótið. Nico Rosberg þurfti að hætta keppni vegna bilunar þegar hann var í þriðja sæti. Hamilton lauk mótinu í fimmta sæti. Sutil varð sjöundi í Force India á undan Paul di Resta, liðsfélaga sínum. Jenson Button á McLaren varð níundi og Romain Grosjean í síðasta stigasætinu. Næst verður keppt í Malasíu eftir viku. Þar verða allt aðrar aðstæður í boði en í Ástralíu, miklu heitara. Formúla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Finninn Kimi Raikkönen kom fyrstur í mark í ástralska kappakstrinum í morgun. Lotus-bíllinn hans var fljótur og fór vel með dekkin sem skilaði honum örugglega í mark í fjörugum kappakstri. Sjö ökuþórar skiptust á um forystuna í mótinu en óvæntasti leiðtoginn var Adrian Sutil á Force India, sem snýr aftur í ár eftir að hafa verið settur til hliðar vegna réttarhalda yfir honum í þýskalandi. Þá kóm á óvart hversu lélegt keppnisform Red Bull-manna var en þeir ræstu fremstir en Vettel náði aðeins þriðja sæti og liðsfélagi hans, Mark Webber, varð sjötti. Dekkin virðast enn vera óskiljanleg liðunum sem gerðu mörg skissur í viðgerðarhléum þegar ökumenn voru sendir út á rangri dekkjagerð. Fernando Alonso varð annar í Ferrari-bílnum á undan liðsfélaga sínum Felipe Massa. Ferrari-liðið lítur betur út nú í byrjun árs heldur en í fyrra. Alonso barðist til að mynda duglega við Vettel um miðbik keppninnar og hafði betur. Mercedes-bílarnir voru ekki eins fljótir og við var búist en Hamilton lenti í vandræðum með dekkjaslitið þegar líða tók á mótið. Nico Rosberg þurfti að hætta keppni vegna bilunar þegar hann var í þriðja sæti. Hamilton lauk mótinu í fimmta sæti. Sutil varð sjöundi í Force India á undan Paul di Resta, liðsfélaga sínum. Jenson Button á McLaren varð níundi og Romain Grosjean í síðasta stigasætinu. Næst verður keppt í Malasíu eftir viku. Þar verða allt aðrar aðstæður í boði en í Ástralíu, miklu heitara.
Formúla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira