Hugur í Bottas eftir góð úrslit í Melbourne Birgir Þór Harðarson skrifar 19. mars 2013 19:00 Aðstæður voru mjög erfiðar í Melbourne og Bottas fór útaf eins og aðrir. nordicphotos/afp Valtteri Bottas, finnski nýliðinn hjá Williams-liðinu, er ánægður með árangur sinn í Ástralíu þar sem hann segist hafa kreist allt út úr FW35-bílnum. Hann lauk sínu fyrsta móti í Formúlu 1 í 14. sæti án þess að lenda í meiriháttar vandræðum. „Ég ræsti vel og það var frábær tilfinning að vera kominn í kappakstur aftur," sagði Bottas en hann var tilraunaökuþór Williams-liðsins í fyrra. „Örlítil mistök í upphafi mótsins kostuðu reyndar mig nokkur sæti." „Við kreistum allt úr bílnum sem við gátum og þó hraðinn sé kannski ekki til staðar ennþá þá eru nokkrir jákvæðir punktar sem við getum horft á. Næsti kappakstur er um næstu helgi svo við verðum að hafa hröð handtök til þess að undirbúa okkur sem best og ná stigum í Malasíu." Liðsfélagi Bottas, Pastor Maldonado, þurfti að sætta sig við skjótan enda á kappakstrinum í Melbourne þegar hann gerði mistök fyrir fyrstu beygju með þeim afleiðingum að hann snerist út af og festist í malargryfju. Daginn áður hafði Maldonado ekki komist upp úr fyrstu umferð tímatökunnar, eitthvað sem Bottas tókst. Maldonado kenndi Williams-bílnum um og sagði hann ókeyrandi og segir mikla vinnu fyrir höndum. „Þetta var svekkjandi en bílinn var ekki að svara skipunum eins og við vildum. Við þurfum að leggja hart að okkur til þess að leysa vandamálin sem hrjá bílinn og vera tilbúin í næsta mót í Malasíu." Formúla Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Valtteri Bottas, finnski nýliðinn hjá Williams-liðinu, er ánægður með árangur sinn í Ástralíu þar sem hann segist hafa kreist allt út úr FW35-bílnum. Hann lauk sínu fyrsta móti í Formúlu 1 í 14. sæti án þess að lenda í meiriháttar vandræðum. „Ég ræsti vel og það var frábær tilfinning að vera kominn í kappakstur aftur," sagði Bottas en hann var tilraunaökuþór Williams-liðsins í fyrra. „Örlítil mistök í upphafi mótsins kostuðu reyndar mig nokkur sæti." „Við kreistum allt úr bílnum sem við gátum og þó hraðinn sé kannski ekki til staðar ennþá þá eru nokkrir jákvæðir punktar sem við getum horft á. Næsti kappakstur er um næstu helgi svo við verðum að hafa hröð handtök til þess að undirbúa okkur sem best og ná stigum í Malasíu." Liðsfélagi Bottas, Pastor Maldonado, þurfti að sætta sig við skjótan enda á kappakstrinum í Melbourne þegar hann gerði mistök fyrir fyrstu beygju með þeim afleiðingum að hann snerist út af og festist í malargryfju. Daginn áður hafði Maldonado ekki komist upp úr fyrstu umferð tímatökunnar, eitthvað sem Bottas tókst. Maldonado kenndi Williams-bílnum um og sagði hann ókeyrandi og segir mikla vinnu fyrir höndum. „Þetta var svekkjandi en bílinn var ekki að svara skipunum eins og við vildum. Við þurfum að leggja hart að okkur til þess að leysa vandamálin sem hrjá bílinn og vera tilbúin í næsta mót í Malasíu."
Formúla Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira