Hugur í Bottas eftir góð úrslit í Melbourne Birgir Þór Harðarson skrifar 19. mars 2013 19:00 Aðstæður voru mjög erfiðar í Melbourne og Bottas fór útaf eins og aðrir. nordicphotos/afp Valtteri Bottas, finnski nýliðinn hjá Williams-liðinu, er ánægður með árangur sinn í Ástralíu þar sem hann segist hafa kreist allt út úr FW35-bílnum. Hann lauk sínu fyrsta móti í Formúlu 1 í 14. sæti án þess að lenda í meiriháttar vandræðum. „Ég ræsti vel og það var frábær tilfinning að vera kominn í kappakstur aftur," sagði Bottas en hann var tilraunaökuþór Williams-liðsins í fyrra. „Örlítil mistök í upphafi mótsins kostuðu reyndar mig nokkur sæti." „Við kreistum allt úr bílnum sem við gátum og þó hraðinn sé kannski ekki til staðar ennþá þá eru nokkrir jákvæðir punktar sem við getum horft á. Næsti kappakstur er um næstu helgi svo við verðum að hafa hröð handtök til þess að undirbúa okkur sem best og ná stigum í Malasíu." Liðsfélagi Bottas, Pastor Maldonado, þurfti að sætta sig við skjótan enda á kappakstrinum í Melbourne þegar hann gerði mistök fyrir fyrstu beygju með þeim afleiðingum að hann snerist út af og festist í malargryfju. Daginn áður hafði Maldonado ekki komist upp úr fyrstu umferð tímatökunnar, eitthvað sem Bottas tókst. Maldonado kenndi Williams-bílnum um og sagði hann ókeyrandi og segir mikla vinnu fyrir höndum. „Þetta var svekkjandi en bílinn var ekki að svara skipunum eins og við vildum. Við þurfum að leggja hart að okkur til þess að leysa vandamálin sem hrjá bílinn og vera tilbúin í næsta mót í Malasíu." Formúla Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Víkings Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Valtteri Bottas, finnski nýliðinn hjá Williams-liðinu, er ánægður með árangur sinn í Ástralíu þar sem hann segist hafa kreist allt út úr FW35-bílnum. Hann lauk sínu fyrsta móti í Formúlu 1 í 14. sæti án þess að lenda í meiriháttar vandræðum. „Ég ræsti vel og það var frábær tilfinning að vera kominn í kappakstur aftur," sagði Bottas en hann var tilraunaökuþór Williams-liðsins í fyrra. „Örlítil mistök í upphafi mótsins kostuðu reyndar mig nokkur sæti." „Við kreistum allt úr bílnum sem við gátum og þó hraðinn sé kannski ekki til staðar ennþá þá eru nokkrir jákvæðir punktar sem við getum horft á. Næsti kappakstur er um næstu helgi svo við verðum að hafa hröð handtök til þess að undirbúa okkur sem best og ná stigum í Malasíu." Liðsfélagi Bottas, Pastor Maldonado, þurfti að sætta sig við skjótan enda á kappakstrinum í Melbourne þegar hann gerði mistök fyrir fyrstu beygju með þeim afleiðingum að hann snerist út af og festist í malargryfju. Daginn áður hafði Maldonado ekki komist upp úr fyrstu umferð tímatökunnar, eitthvað sem Bottas tókst. Maldonado kenndi Williams-bílnum um og sagði hann ókeyrandi og segir mikla vinnu fyrir höndum. „Þetta var svekkjandi en bílinn var ekki að svara skipunum eins og við vildum. Við þurfum að leggja hart að okkur til þess að leysa vandamálin sem hrjá bílinn og vera tilbúin í næsta mót í Malasíu."
Formúla Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Víkings Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira