Toyota GT-86 tekur ofan Finnur Thorlacius skrifar 1. mars 2013 09:47 Fyrstu myndir af blæjuútfærslu sportbílsins Toyota GT-86 eru nú komnar fram í dagsljósið, hvort sem það er viljandi gert eður ei. Bíllinn verður opinberlega sýndur á bílasýningunni í Genf eftir fáeina daga. Blæjubíllinn hefur greinilega fengið mun stærri felgur og dekk og er með aftursæti sem eru svo til gagnslaus af myndunum að dæma og gætu gagnast smáhundi. Innréttingin er með tvítóna leðri og að því er virðist dokku fyrir iPod eða iPhone ofan á mælaborðinu. Bílinn verður hægt að fá með 6 gíra sjálfskiptingu, þó svo búast megi við því að flestir kjósi hann áfram með beinskiptingunni, eins og sönnum sportbíl sæmir. Blæjan er rafdrifin og stelur miklu plássi af aftursætunum, eins og í flestum blæjubílum. Venjulegur Toyota GT-86 er fallegur bíll en svona topplaus er hann enn fallegri. Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent
Fyrstu myndir af blæjuútfærslu sportbílsins Toyota GT-86 eru nú komnar fram í dagsljósið, hvort sem það er viljandi gert eður ei. Bíllinn verður opinberlega sýndur á bílasýningunni í Genf eftir fáeina daga. Blæjubíllinn hefur greinilega fengið mun stærri felgur og dekk og er með aftursæti sem eru svo til gagnslaus af myndunum að dæma og gætu gagnast smáhundi. Innréttingin er með tvítóna leðri og að því er virðist dokku fyrir iPod eða iPhone ofan á mælaborðinu. Bílinn verður hægt að fá með 6 gíra sjálfskiptingu, þó svo búast megi við því að flestir kjósi hann áfram með beinskiptingunni, eins og sönnum sportbíl sæmir. Blæjan er rafdrifin og stelur miklu plássi af aftursætunum, eins og í flestum blæjubílum. Venjulegur Toyota GT-86 er fallegur bíll en svona topplaus er hann enn fallegri.
Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent