Toyota GT-86 tekur ofan Finnur Thorlacius skrifar 1. mars 2013 09:47 Fyrstu myndir af blæjuútfærslu sportbílsins Toyota GT-86 eru nú komnar fram í dagsljósið, hvort sem það er viljandi gert eður ei. Bíllinn verður opinberlega sýndur á bílasýningunni í Genf eftir fáeina daga. Blæjubíllinn hefur greinilega fengið mun stærri felgur og dekk og er með aftursæti sem eru svo til gagnslaus af myndunum að dæma og gætu gagnast smáhundi. Innréttingin er með tvítóna leðri og að því er virðist dokku fyrir iPod eða iPhone ofan á mælaborðinu. Bílinn verður hægt að fá með 6 gíra sjálfskiptingu, þó svo búast megi við því að flestir kjósi hann áfram með beinskiptingunni, eins og sönnum sportbíl sæmir. Blæjan er rafdrifin og stelur miklu plássi af aftursætunum, eins og í flestum blæjubílum. Venjulegur Toyota GT-86 er fallegur bíll en svona topplaus er hann enn fallegri. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent
Fyrstu myndir af blæjuútfærslu sportbílsins Toyota GT-86 eru nú komnar fram í dagsljósið, hvort sem það er viljandi gert eður ei. Bíllinn verður opinberlega sýndur á bílasýningunni í Genf eftir fáeina daga. Blæjubíllinn hefur greinilega fengið mun stærri felgur og dekk og er með aftursæti sem eru svo til gagnslaus af myndunum að dæma og gætu gagnast smáhundi. Innréttingin er með tvítóna leðri og að því er virðist dokku fyrir iPod eða iPhone ofan á mælaborðinu. Bílinn verður hægt að fá með 6 gíra sjálfskiptingu, þó svo búast megi við því að flestir kjósi hann áfram með beinskiptingunni, eins og sönnum sportbíl sæmir. Blæjan er rafdrifin og stelur miklu plássi af aftursætunum, eins og í flestum blæjubílum. Venjulegur Toyota GT-86 er fallegur bíll en svona topplaus er hann enn fallegri.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent