Þorvaldur 2. mars 2013 20:33 Þorvaldur Þorsteinsson 1960-2013 Mynd/Anton Þorvaldur Þorsteinsson, myndlistarmaður og rithöfundur, lést á heimili sínu í Antwerpen í Belgíu 23. febrúar. Hallgrímur Helgason, rithöfundur og vinur Þorvalds, minnist listamannsins: Þorvaldur Þorsteinsson. Nafnið stórt og sterkt. Þrungið þornum og errum. Þor. Vald. Þor. Steinn. Höfuð stórt og sterklegt. Þrungið hugmyndum og sköpun. Lífið hafði búið til slíkan mann. Þegar hann hitti þig. Heilsaði með glotti, tók svo skref til baka og hnykkti aftur hnakka, hökunni upp: Þá sá hann í gegnum þig. Þá skildi hann þig. Og þegar þú skildir það, þá hló hann. Þá hló hann gleðiskilningshlátri. Hann var einstakur. Fallegur maður með fallega rödd og fallegt mál. Djúpsálarkafari sem gerði auglýsingar. Nýlistamaður sem orti hefðbundið. Listamaður en kennari líka. Rökfastur innsæismaður. Brothættur klettur. Á milli þessara ólíku póla myndaðist landsvæði sem var því stærra en fannst í öðrum mönnum: Iðagrænn þorvaldsleikvangur sem var í senn ritvöllur, leiksvið, vinnustofa, sýningarsalur, kennslustofa, stofnun. 8. febrúar 2013. Þorvaldur flytur lokaerindið í sínum mikla bálki gegn staðnaðri hugsun og kerfismennsku, á málþingi BÍL í Iðnó. Ég missti af því vegna ræðuflutnings á Ingólfstorgi en hitti hann fyrir utan að því loknu, á undurfögrum laugardegi í Reykjavík, við settumst inn á Bergsson. Nýbúinn að salla niður skólakerfið, eins og sá eldlogandi róttæklingur sem hann var, pantaði hann handa okkur vatnsdeigsbollur og kaffi, eins og sá norðlenski tradisjónalisti sem hann var. Og hóf síðan að ræða sitt eftirlætis efni — innsæið. "Ég treysti því alltaf! Ég var á listmunauppboði í Antwerpen um daginn og sat undir endalausum non-verkum þegar allt í einu kom mappa! Og ég sá hana lýsa! Hún lýsti! Ég fann það, að þarna var eitthvað. Ekki var sagt frá innihaldi en ég bauð samt og fékk hana á 40 evrur!" Innsæið brást honum ekki: Mappan reyndist innihalda 85 teikningar og skissur eftir fremsta málara Belga á nítjándu öld. Fyrir þær þarlendu þjóðargersemar hafði hann greitt krónur hundrað á stykkið. Þeir voru heldur óheppnir belgísku list-amatörarnir, að fá slíkan Sherlock Holmes á uppboð hjá sér.Innsæið. Nokkrum árum fyrr hafði ég séð það berum augum. Á niðadimmu og skilnaðarþungu laugardagskvöldi buðu Þorvaldur og Helena í opið hús á vinnustofu sinni bakvið Kaaberhúsið, vinnustofu sem var svartmálaður töfraheimur með tjöldum, rólum, kertaljósum og langborði, hvar sátu tólf fagrar dansstúlkur á vegum Helenu. Undir miðnætti tóku leikar að æsast. Þorvaldur tók fram spilin og hóf að spá. Á klukkutíma kortlagði hann líf allra dansaranna, fór í svo magnaðan trans að orðin komu á handahlaupum út úr honum, óliðnir áratugir þeystust um höfuð hans svo það nötraði, og hann kom því öllu til skila. Ekki eitt feilspor í spádómi: Stúlkurnar sátu eftir með tárin í augunum. Þetta var allt svo rétt hjá honum! Jafnvel ég sem fylgdist bara með var þreyttur eftir. Þrátt fyrir að hafa lesið flest ritverk Þorvaldar, séð sýningar hans og leikrit, var það ekki fyrr en þetta kvöld sem ég sá séníið. Auk þess að vera galdramaður andans var hann myndlistarmaður, málari, myndhöggvari, umhverfislistamaður, konseptlistamaður, myndbandasmiður, ljósmyndari, grafíker, teiknari, skáld, leikskáld, rithöfundur, handritshöfundur, textagerðarmaður, útvarpsmaður, auglýsingamaður, auglýsingaþulur, hugmyndasmiður, kennari og þó fyrst og fremst hugsjónamaður. Baráttumaður fyrir betra skólakerfi. Vekjari sofandi kerfa. Þorvaldur var allt og gat allt. Hann var jafnvel heima í Malmö Konsthall og Þjóðleikhúsinu, í Ríkisútvarpinu og á auglýsingastofunni. "Mjólk er góð". Jafnvel "ósigrar" hans voru minnisstæðir, í þeim lá alltaf sigrandi sáðkorn. "Bein útsending" í Loftkastalanum blómstraði á öðrum sviðum síðar. Þorvaldur var alltaf fyrstur. Hann málaði Matthías Jochumsson, Jóhann Sigurjónsson og Nonna saman á mynd áður en orðið póstmódernismi barst til landsins. Hann gerði fimm mínútna videoleikrit að listgrein tuttugu árum áðru en Youtube varð til. Hann skrifaði leikrit sem var sjónvarpsþáttur áður en hugtakið raunveruleikasjónvarp kom til sögu. Skilaboðaskjóðan fæddist áratugum áður en heimurinn enduruppgötvaði ævintýrið. (Í dag gerist önnur hver kvikmynd í Ævintýraskóginum hans, frá Hobbitanum til Merlin.) Þorvaldur bjó í framtíðinni en fortíðinni líka. Eftirminnilegasta innsetning hans hét "Kóræfing". Galleríinu var breytt í anddyri safnaðarheimilis: Fatahengi fullt af pelsum og bomsum og við hlið þess: Luktar hvítar dyr. Á bak við þær ómaði kórsöngur. Svo óumræðilega frumlegt og nýtt, svo óumræðilega hefðbundið og íslenskt. Norðlenskt. Og nú er hann horfinn á bakvið þær hvítu dyr. Nú er hann "Engill meðal áhorfenda" eins og Stebbi Jóns orðaði það svo fallega á Facebook. Því maðurinn var engill góður. Ófáir listamenn af yngri kynslóð hafa sagt mér frá heillaráðum hans sem hittu í þeirra mark. Enginn átti meira hrós á sinni könnu, og enginn gat nokkru sinni öfundað Þorvald, því sjálfur átti hann ekki þær kenndir til. Við gátum bara dáðst að honum. En ekki var að andstæðunum að spyra: Engillinn hafði sinn djöful að draga, djöful sem dró hann hinsvegar smám saman frá okkur. En við eigum ennþá Þorvald eins og hann var. Við eigum ennþá unga manninn fölan af "Hundrað fyrirburðum". Við eigum ennþá drenginn sem kom eins og Chekov að norðan "Í tilefni dagsins". Við eigum ennþá listamanninn sem reisti heilan turn í Finnlandi til að útvarpa þaðan þökkum til bæjarbúa. "Thank you for your contribution!" Og við Halli Jóns eigum ennþá þriðju skemmtilegustu helgi lífsins, með ÞÞ í borginni Alst, hvar við þrímenntum í gegnum veggi eins og ósigrandi andar, inn í galleríið hans og út á torgið, hvar við átum franskar með majónesi undir fullu tungli og fullum unglingum, og ÞÞ sagði okkur sannleikann á sjö mínutna fresti en í hvert einasta sinn í nýjum búningi. Í hvert og eitt einasta sinn í nýjum búningi. Og við eigum ennþá verkin öll og vináttuna, og hrósið sem hann gaf okkur og stendur hér enn í vasa, ófölnað og litsterkt. Við eigum ennþá þig, Þorvaldur. Nafn þitt lifir og mun lifa. Og því var þér ekkert hræðilegt að deyja. Þú varst bara fyrstur að klára. Kominn út í vorið á meðan við sitjum ennþá sveitt og stritumst við. Ég sé þig brosa breitt fyrir utan gluggann. Þú varst alltaf á undan. Þitt var Þorið. Og Valdið. En segðu mér eitt: Hvað eigum við nú að gera með sénílaust Ísland?Gangur lífsinsLífsins gangur langur er.Þú líður hægt þar inn.Í hundrað gættum hlær við þérog heilsar náunginn.Og stundin aldrei stendur kyren stikar svifasein.Þér lærast fer að lífsins dyrlokast ein og ein.Að baki hverri myrkrið mámuldra lokasvarer ljómar út um læsta skráljósið Þorvaldar.Þorvaldur Þorsteinsson 1960-2013 Þorvaldur Þorsteinsson fæddist á Akureyri 7. nóvember 1960. Hann nam íslensku við Háskóla Íslands og myndlist á Íslandi og í Amsterdam. Hann starfaði jöfnum höndum sem myndlistarmaður, rithöfundur og kennari. Hann hélt fjölda myndlistarsýninga hér heima og erlendis. Þegar hann lést var í undirbúningi sýning á nýjum verkum hans í Listasafni Íslands og bók um feril hans. Meðal bóka eftir hann eru sögurnar um Blíðfinn og Skilaboðaskjóðan, sem samnefnt leikrit byggir á. Meðal annarra verka hans má nefna Vasaleikhúsið og leikritið And Björk of course sem hann hlaut Grímuna fyrir. Þorvaldur var forseti BÍL frá 2004 til 2006. Þorvaldur lætur eftir sig eiginkonu, tvö fósturbörn og og tvö barnabörn. Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þorvaldur Þorsteinsson, myndlistarmaður og rithöfundur, lést á heimili sínu í Antwerpen í Belgíu 23. febrúar. Hallgrímur Helgason, rithöfundur og vinur Þorvalds, minnist listamannsins: Þorvaldur Þorsteinsson. Nafnið stórt og sterkt. Þrungið þornum og errum. Þor. Vald. Þor. Steinn. Höfuð stórt og sterklegt. Þrungið hugmyndum og sköpun. Lífið hafði búið til slíkan mann. Þegar hann hitti þig. Heilsaði með glotti, tók svo skref til baka og hnykkti aftur hnakka, hökunni upp: Þá sá hann í gegnum þig. Þá skildi hann þig. Og þegar þú skildir það, þá hló hann. Þá hló hann gleðiskilningshlátri. Hann var einstakur. Fallegur maður með fallega rödd og fallegt mál. Djúpsálarkafari sem gerði auglýsingar. Nýlistamaður sem orti hefðbundið. Listamaður en kennari líka. Rökfastur innsæismaður. Brothættur klettur. Á milli þessara ólíku póla myndaðist landsvæði sem var því stærra en fannst í öðrum mönnum: Iðagrænn þorvaldsleikvangur sem var í senn ritvöllur, leiksvið, vinnustofa, sýningarsalur, kennslustofa, stofnun. 8. febrúar 2013. Þorvaldur flytur lokaerindið í sínum mikla bálki gegn staðnaðri hugsun og kerfismennsku, á málþingi BÍL í Iðnó. Ég missti af því vegna ræðuflutnings á Ingólfstorgi en hitti hann fyrir utan að því loknu, á undurfögrum laugardegi í Reykjavík, við settumst inn á Bergsson. Nýbúinn að salla niður skólakerfið, eins og sá eldlogandi róttæklingur sem hann var, pantaði hann handa okkur vatnsdeigsbollur og kaffi, eins og sá norðlenski tradisjónalisti sem hann var. Og hóf síðan að ræða sitt eftirlætis efni — innsæið. "Ég treysti því alltaf! Ég var á listmunauppboði í Antwerpen um daginn og sat undir endalausum non-verkum þegar allt í einu kom mappa! Og ég sá hana lýsa! Hún lýsti! Ég fann það, að þarna var eitthvað. Ekki var sagt frá innihaldi en ég bauð samt og fékk hana á 40 evrur!" Innsæið brást honum ekki: Mappan reyndist innihalda 85 teikningar og skissur eftir fremsta málara Belga á nítjándu öld. Fyrir þær þarlendu þjóðargersemar hafði hann greitt krónur hundrað á stykkið. Þeir voru heldur óheppnir belgísku list-amatörarnir, að fá slíkan Sherlock Holmes á uppboð hjá sér.Innsæið. Nokkrum árum fyrr hafði ég séð það berum augum. Á niðadimmu og skilnaðarþungu laugardagskvöldi buðu Þorvaldur og Helena í opið hús á vinnustofu sinni bakvið Kaaberhúsið, vinnustofu sem var svartmálaður töfraheimur með tjöldum, rólum, kertaljósum og langborði, hvar sátu tólf fagrar dansstúlkur á vegum Helenu. Undir miðnætti tóku leikar að æsast. Þorvaldur tók fram spilin og hóf að spá. Á klukkutíma kortlagði hann líf allra dansaranna, fór í svo magnaðan trans að orðin komu á handahlaupum út úr honum, óliðnir áratugir þeystust um höfuð hans svo það nötraði, og hann kom því öllu til skila. Ekki eitt feilspor í spádómi: Stúlkurnar sátu eftir með tárin í augunum. Þetta var allt svo rétt hjá honum! Jafnvel ég sem fylgdist bara með var þreyttur eftir. Þrátt fyrir að hafa lesið flest ritverk Þorvaldar, séð sýningar hans og leikrit, var það ekki fyrr en þetta kvöld sem ég sá séníið. Auk þess að vera galdramaður andans var hann myndlistarmaður, málari, myndhöggvari, umhverfislistamaður, konseptlistamaður, myndbandasmiður, ljósmyndari, grafíker, teiknari, skáld, leikskáld, rithöfundur, handritshöfundur, textagerðarmaður, útvarpsmaður, auglýsingamaður, auglýsingaþulur, hugmyndasmiður, kennari og þó fyrst og fremst hugsjónamaður. Baráttumaður fyrir betra skólakerfi. Vekjari sofandi kerfa. Þorvaldur var allt og gat allt. Hann var jafnvel heima í Malmö Konsthall og Þjóðleikhúsinu, í Ríkisútvarpinu og á auglýsingastofunni. "Mjólk er góð". Jafnvel "ósigrar" hans voru minnisstæðir, í þeim lá alltaf sigrandi sáðkorn. "Bein útsending" í Loftkastalanum blómstraði á öðrum sviðum síðar. Þorvaldur var alltaf fyrstur. Hann málaði Matthías Jochumsson, Jóhann Sigurjónsson og Nonna saman á mynd áður en orðið póstmódernismi barst til landsins. Hann gerði fimm mínútna videoleikrit að listgrein tuttugu árum áðru en Youtube varð til. Hann skrifaði leikrit sem var sjónvarpsþáttur áður en hugtakið raunveruleikasjónvarp kom til sögu. Skilaboðaskjóðan fæddist áratugum áður en heimurinn enduruppgötvaði ævintýrið. (Í dag gerist önnur hver kvikmynd í Ævintýraskóginum hans, frá Hobbitanum til Merlin.) Þorvaldur bjó í framtíðinni en fortíðinni líka. Eftirminnilegasta innsetning hans hét "Kóræfing". Galleríinu var breytt í anddyri safnaðarheimilis: Fatahengi fullt af pelsum og bomsum og við hlið þess: Luktar hvítar dyr. Á bak við þær ómaði kórsöngur. Svo óumræðilega frumlegt og nýtt, svo óumræðilega hefðbundið og íslenskt. Norðlenskt. Og nú er hann horfinn á bakvið þær hvítu dyr. Nú er hann "Engill meðal áhorfenda" eins og Stebbi Jóns orðaði það svo fallega á Facebook. Því maðurinn var engill góður. Ófáir listamenn af yngri kynslóð hafa sagt mér frá heillaráðum hans sem hittu í þeirra mark. Enginn átti meira hrós á sinni könnu, og enginn gat nokkru sinni öfundað Þorvald, því sjálfur átti hann ekki þær kenndir til. Við gátum bara dáðst að honum. En ekki var að andstæðunum að spyra: Engillinn hafði sinn djöful að draga, djöful sem dró hann hinsvegar smám saman frá okkur. En við eigum ennþá Þorvald eins og hann var. Við eigum ennþá unga manninn fölan af "Hundrað fyrirburðum". Við eigum ennþá drenginn sem kom eins og Chekov að norðan "Í tilefni dagsins". Við eigum ennþá listamanninn sem reisti heilan turn í Finnlandi til að útvarpa þaðan þökkum til bæjarbúa. "Thank you for your contribution!" Og við Halli Jóns eigum ennþá þriðju skemmtilegustu helgi lífsins, með ÞÞ í borginni Alst, hvar við þrímenntum í gegnum veggi eins og ósigrandi andar, inn í galleríið hans og út á torgið, hvar við átum franskar með majónesi undir fullu tungli og fullum unglingum, og ÞÞ sagði okkur sannleikann á sjö mínutna fresti en í hvert einasta sinn í nýjum búningi. Í hvert og eitt einasta sinn í nýjum búningi. Og við eigum ennþá verkin öll og vináttuna, og hrósið sem hann gaf okkur og stendur hér enn í vasa, ófölnað og litsterkt. Við eigum ennþá þig, Þorvaldur. Nafn þitt lifir og mun lifa. Og því var þér ekkert hræðilegt að deyja. Þú varst bara fyrstur að klára. Kominn út í vorið á meðan við sitjum ennþá sveitt og stritumst við. Ég sé þig brosa breitt fyrir utan gluggann. Þú varst alltaf á undan. Þitt var Þorið. Og Valdið. En segðu mér eitt: Hvað eigum við nú að gera með sénílaust Ísland?Gangur lífsinsLífsins gangur langur er.Þú líður hægt þar inn.Í hundrað gættum hlær við þérog heilsar náunginn.Og stundin aldrei stendur kyren stikar svifasein.Þér lærast fer að lífsins dyrlokast ein og ein.Að baki hverri myrkrið mámuldra lokasvarer ljómar út um læsta skráljósið Þorvaldar.Þorvaldur Þorsteinsson 1960-2013 Þorvaldur Þorsteinsson fæddist á Akureyri 7. nóvember 1960. Hann nam íslensku við Háskóla Íslands og myndlist á Íslandi og í Amsterdam. Hann starfaði jöfnum höndum sem myndlistarmaður, rithöfundur og kennari. Hann hélt fjölda myndlistarsýninga hér heima og erlendis. Þegar hann lést var í undirbúningi sýning á nýjum verkum hans í Listasafni Íslands og bók um feril hans. Meðal bóka eftir hann eru sögurnar um Blíðfinn og Skilaboðaskjóðan, sem samnefnt leikrit byggir á. Meðal annarra verka hans má nefna Vasaleikhúsið og leikritið And Björk of course sem hann hlaut Grímuna fyrir. Þorvaldur var forseti BÍL frá 2004 til 2006. Þorvaldur lætur eftir sig eiginkonu, tvö fósturbörn og og tvö barnabörn.
Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira