Helgarmaturinn - Grænmetislasanja 3. mars 2013 13:00 Grænmetislasanja er tilvalinn sunnudagsmaturinn og hentar líka vel í nestisboxið daginn eftir. Elín Ösp Rósudóttir, aðstoðarsölustjóri hjá Ölgerðinni deilir hér dásamlegri uppskrift að grænmetislasanja, tilvöldum helgarmat.1 msk. ólífuolíu½ laukur½ rauðlaukur4 hvítlauksrif4 msk. tómatpúrra1 dós niðursoðnir tómatar1 tsk. óreganó1 tsk. rósmarín1 tsk. basilíkaGott sjávarsalt og svartur pipar (smakka til)3 dl vatnGrænmeti200 g sveppir200 g blómkál200 g brokkólí200 g kúrbíturGulrætur, smáNiðursoðnar kjúklingabaunir1 pakki grænt lasanja500 g kotasæla1 poki gratínosturMozzarellaostur1 dós konfekttómatar Byrja á að laga sósuna. Setja í pott og svita laukana og hvítlaukinn. Bæta við tómatpúrrunni, niðursoðnu tómötunum og vatninu og kryddunum, óreganó, rósmaríni, basilíku, salti og pipar. Látið sjóða og malla við vægan hita 10-15 mínútur. Grænmetið er steikt á pönnu í olíu og svo blandað út í sósuna, ásamt kjúklingabaununum. Látið malla allt saman í 2-3 mín. Svo er öllum lögunum raðað saman. Kotasæla, rifinn gratínostur, lasanjaplötur, grænmetisgums, lasanjaplötur, kotasæla, rifinn ostur, grænmetisgums, lasanjaplötur, kotasæla, rifinn ostur og að lokum er konfekttómata- og mozzarellasneiðum raðað á toppinn. Bakið við 180°C í 45 mínútur. Grænmetisréttir Pastaréttir Uppskriftir Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið
Elín Ösp Rósudóttir, aðstoðarsölustjóri hjá Ölgerðinni deilir hér dásamlegri uppskrift að grænmetislasanja, tilvöldum helgarmat.1 msk. ólífuolíu½ laukur½ rauðlaukur4 hvítlauksrif4 msk. tómatpúrra1 dós niðursoðnir tómatar1 tsk. óreganó1 tsk. rósmarín1 tsk. basilíkaGott sjávarsalt og svartur pipar (smakka til)3 dl vatnGrænmeti200 g sveppir200 g blómkál200 g brokkólí200 g kúrbíturGulrætur, smáNiðursoðnar kjúklingabaunir1 pakki grænt lasanja500 g kotasæla1 poki gratínosturMozzarellaostur1 dós konfekttómatar Byrja á að laga sósuna. Setja í pott og svita laukana og hvítlaukinn. Bæta við tómatpúrrunni, niðursoðnu tómötunum og vatninu og kryddunum, óreganó, rósmaríni, basilíku, salti og pipar. Látið sjóða og malla við vægan hita 10-15 mínútur. Grænmetið er steikt á pönnu í olíu og svo blandað út í sósuna, ásamt kjúklingabaununum. Látið malla allt saman í 2-3 mín. Svo er öllum lögunum raðað saman. Kotasæla, rifinn gratínostur, lasanjaplötur, grænmetisgums, lasanjaplötur, kotasæla, rifinn ostur, grænmetisgums, lasanjaplötur, kotasæla, rifinn ostur og að lokum er konfekttómata- og mozzarellasneiðum raðað á toppinn. Bakið við 180°C í 45 mínútur.
Grænmetisréttir Pastaréttir Uppskriftir Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið