Matur

Helgarmaturinn - Grænmetislasanja

Grænmetislasanja er tilvalinn sunnudagsmaturinn og hentar líka vel í nestisboxið daginn eftir.
Grænmetislasanja er tilvalinn sunnudagsmaturinn og hentar líka vel í nestisboxið daginn eftir.

Elín Ösp Rósudóttir, aðstoðarsölustjóri hjá Ölgerðinni deilir hér dásamlegri uppskrift að grænmetislasanja, tilvöldum helgarmat.

1 msk. ólífuolíu

½ laukur

½ rauðlaukur

4 hvítlauksrif

4 msk. tómatpúrra

1 dós niðursoðnir 

tómatar

1 tsk. óreganó

1 tsk. rósmarín

1 tsk. basilíka

Gott sjávarsalt og svartur pipar 

(smakka til)

3 dl vatn



Grænmeti

200 g sveppir

200 g blómkál

200 g brokkólí

200 g kúrbítur

Gulrætur, smá

Niðursoðnar kjúklingabaunir

1 pakki grænt lasanja

500 g kotasæla

1 poki gratínostur

Mozzarellaostur

1 dós konfekttómatar

Byrja á að laga sósuna. Setja í pott og svita laukana og hvítlaukinn. Bæta við tómatpúrrunni, niðursoðnu tómötunum og vatninu og kryddunum, óreganó, rósmaríni, basilíku, salti og pipar. Látið sjóða og malla við vægan hita 10-15 mínútur.

Grænmetið er steikt á pönnu í olíu og svo blandað út í sósuna, ásamt kjúklingabaununum. Látið malla allt saman í 2-3 mín.

Svo er öllum lögunum raðað saman. Kotasæla, rifinn gratínostur, lasanjaplötur, grænmetisgums, lasanjaplötur, kotasæla, rifinn ostur, grænmetisgums, lasanjaplötur, kotasæla, rifinn ostur og að lokum er konfekttómata- og mozzarellasneiðum raðað á toppinn. Bakið við 180°C í 45 mínútur.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.