Helgarmaturinn - Grænmetislasanja 3. mars 2013 13:00 Grænmetislasanja er tilvalinn sunnudagsmaturinn og hentar líka vel í nestisboxið daginn eftir. Elín Ösp Rósudóttir, aðstoðarsölustjóri hjá Ölgerðinni deilir hér dásamlegri uppskrift að grænmetislasanja, tilvöldum helgarmat.1 msk. ólífuolíu½ laukur½ rauðlaukur4 hvítlauksrif4 msk. tómatpúrra1 dós niðursoðnir tómatar1 tsk. óreganó1 tsk. rósmarín1 tsk. basilíkaGott sjávarsalt og svartur pipar (smakka til)3 dl vatnGrænmeti200 g sveppir200 g blómkál200 g brokkólí200 g kúrbíturGulrætur, smáNiðursoðnar kjúklingabaunir1 pakki grænt lasanja500 g kotasæla1 poki gratínosturMozzarellaostur1 dós konfekttómatar Byrja á að laga sósuna. Setja í pott og svita laukana og hvítlaukinn. Bæta við tómatpúrrunni, niðursoðnu tómötunum og vatninu og kryddunum, óreganó, rósmaríni, basilíku, salti og pipar. Látið sjóða og malla við vægan hita 10-15 mínútur. Grænmetið er steikt á pönnu í olíu og svo blandað út í sósuna, ásamt kjúklingabaununum. Látið malla allt saman í 2-3 mín. Svo er öllum lögunum raðað saman. Kotasæla, rifinn gratínostur, lasanjaplötur, grænmetisgums, lasanjaplötur, kotasæla, rifinn ostur, grænmetisgums, lasanjaplötur, kotasæla, rifinn ostur og að lokum er konfekttómata- og mozzarellasneiðum raðað á toppinn. Bakið við 180°C í 45 mínútur. Grænmetisréttir Pastaréttir Uppskriftir Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Elín Ösp Rósudóttir, aðstoðarsölustjóri hjá Ölgerðinni deilir hér dásamlegri uppskrift að grænmetislasanja, tilvöldum helgarmat.1 msk. ólífuolíu½ laukur½ rauðlaukur4 hvítlauksrif4 msk. tómatpúrra1 dós niðursoðnir tómatar1 tsk. óreganó1 tsk. rósmarín1 tsk. basilíkaGott sjávarsalt og svartur pipar (smakka til)3 dl vatnGrænmeti200 g sveppir200 g blómkál200 g brokkólí200 g kúrbíturGulrætur, smáNiðursoðnar kjúklingabaunir1 pakki grænt lasanja500 g kotasæla1 poki gratínosturMozzarellaostur1 dós konfekttómatar Byrja á að laga sósuna. Setja í pott og svita laukana og hvítlaukinn. Bæta við tómatpúrrunni, niðursoðnu tómötunum og vatninu og kryddunum, óreganó, rósmaríni, basilíku, salti og pipar. Látið sjóða og malla við vægan hita 10-15 mínútur. Grænmetið er steikt á pönnu í olíu og svo blandað út í sósuna, ásamt kjúklingabaununum. Látið malla allt saman í 2-3 mín. Svo er öllum lögunum raðað saman. Kotasæla, rifinn gratínostur, lasanjaplötur, grænmetisgums, lasanjaplötur, kotasæla, rifinn ostur, grænmetisgums, lasanjaplötur, kotasæla, rifinn ostur og að lokum er konfekttómata- og mozzarellasneiðum raðað á toppinn. Bakið við 180°C í 45 mínútur.
Grænmetisréttir Pastaréttir Uppskriftir Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira