Fótbolti

Dembele bjargaði Spurs | Úrslitin í Evrópudeildinni

Bale var slakur í kvöld. Hann er hér nýbúinn að klúðra færi.
Bale var slakur í kvöld. Hann er hér nýbúinn að klúðra færi. Nordic Photos / Getty Images
Moussa Dembele var hetja Tottenham í kvöld er hann skaut liðinu áfram í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar með marki á 90. mínútu.

Lyon var þá yfir 1-0 og á leið áfram í keppninni. Mark Dembele dugði til að Spurs kæmist áfram. Gylfi Þór Sigurðsson spilaði síðustu 20 mínútur leiksins.

Annars kom fátt á óvart í fyrri hrinu kvöldsins í Evrópudeildinni. Seinni hrinan hefst klukkan 20.05.

Úrslit:

Rubin Kazan-Atletico Madrid 0-1

0-1 Radamel Falcao (84.)

Rautt spjald: Cesar, Kazan (88.)

Kazan fer áfram, 2-1, samanlagt.

Cluj-Inter 0-3

0-1 Fredy Guarin (21.), 0-2 Fredy Guarin (45.+2), 0-3 Marco Benassi (87.)

Rautt spjald: Mario Camora, Cluj (80.)

Inter fer áfram, 0-5, samanlagt.

Dnipro-Basel 1-1

1-0 Yevhen Seleznyov, víti (76.), 1-1 Fabian Schar, vít (80.)

Rautt spjald: Nikola Kalinicic, Dnipro (62.), Fabian Frei, Basel (76.)

Basel fer áfram, 1-3, samanlagt.

Metalist-Newcastle 0-1

0-1 Shola Ameobi, víti (64.)

Newcastle fer áfram, 0-1, samanlagt.

Lazio-Mönchengladbach 2-0

1-0 Antonio Candreva (10.), 2-0 Alvaro Gonzalez (32.)

Lazio fer áfram, 5-3, samanlagt.

Lyon-Tottenham 1-1

1-0 Maxime Gonalons (17.), 1-1 Moussa Dembele (90.)

Tottenham fer áfram, 2-3, samanlagt.

Genk-Stuttgart 0-2

0-1 Arthur Boka (44.), 0-2 Christian Gentner (57.)

Stuttgart fer áfram, 1-3, samanlagt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×