Fá loksins útskrift af símtalinu fræga: „Vonandi fáum við að vita hvers vegna þetta var gert" 21. febrúar 2013 17:32 Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri. Seðlabankinn hefur boðið fjárlaganefnd Alþingis að upplýsa nefndina um hvað fór á milli Davíðs Oddssonar þáverandi seðlabankastjóra og Geirs H. Haarde þáverandi forsætisráðherra í símtali í aðdraganda þess að Seðlabankinn lánaði Kaupþingi 80 milljarða tveimur dögum fyrir hrun bankans. Þetta segir Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar, í samtali við fréttastofu en engin svör fengust frá Seðlabanka Íslands vegna málsins, þegar eftir því var leitað nú síðdegis. Björn Valur tilkynnti í vikunni að nefndin ætlaði að birta skýrslu um samskipti sín við Seðlabankann vegna þessa máls, en þrátt fyrir ítrekaðar óskir nefndarinnar hefur Seðlabankinn ekki orðið við óskum hennar um að fá útskrift af þessu símtali, en bankinn á hljóðupptöku af samtali Davíðs og Geirs. „Ég hef ekki hugmynd um afhverju þeir gera þetta núna því við erum búnir að biðja um þetta síðan í mars í fyrra - þeir hafa alltaf neitað þessu og verið með ýmsa útúrsnúninga og hártoganir," segir Björn Valur. „Okkur var boðið að fá að lesa útskrift af þessu símtali." „Við höfum orð núverandi seðlabankastjóra fyrir því að þessir tveir náungar [innsk.blm. Davíð og Geir] hafi haft með sér samráð varðandi þessa lánveitingu," segir hann. „Ég er bara að vonast til þess að við fáum að vita hvers vegna þetta var gert, að 80 milljörðum var ráðstafað í hraði með þessum hætti, gegn lánareglum bankans og án tryggðra veða, daginn sem sem bankakerfið á Íslandi hrundi," segir Björn. Fjárlaganefnd mun hittast strax eftir helgi og segir Björn Valur að hann eigi von á því að nefndin lesi afritið yfir þar. Framhaldið sé óljóst þar til fjárlaganefndin hefur lesið útskriftina. Seðlabanki Íslands lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra 6. október 2008, tveimur dögum fyrir hrun bankans. Í vitnaleiðslum vegna Landsdóms í fyrra kom fram að upptaka af samtali Davíðs og Geirs um lánið væri til og óskuðu fjárlaganefnd og efnahags- og viðskitpanefnd eftir afriti af símtalinu - en án árangurs.Smugan greindi fyrst frá málinu í dag. Landsdómur Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Sjá meira
Seðlabankinn hefur boðið fjárlaganefnd Alþingis að upplýsa nefndina um hvað fór á milli Davíðs Oddssonar þáverandi seðlabankastjóra og Geirs H. Haarde þáverandi forsætisráðherra í símtali í aðdraganda þess að Seðlabankinn lánaði Kaupþingi 80 milljarða tveimur dögum fyrir hrun bankans. Þetta segir Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar, í samtali við fréttastofu en engin svör fengust frá Seðlabanka Íslands vegna málsins, þegar eftir því var leitað nú síðdegis. Björn Valur tilkynnti í vikunni að nefndin ætlaði að birta skýrslu um samskipti sín við Seðlabankann vegna þessa máls, en þrátt fyrir ítrekaðar óskir nefndarinnar hefur Seðlabankinn ekki orðið við óskum hennar um að fá útskrift af þessu símtali, en bankinn á hljóðupptöku af samtali Davíðs og Geirs. „Ég hef ekki hugmynd um afhverju þeir gera þetta núna því við erum búnir að biðja um þetta síðan í mars í fyrra - þeir hafa alltaf neitað þessu og verið með ýmsa útúrsnúninga og hártoganir," segir Björn Valur. „Okkur var boðið að fá að lesa útskrift af þessu símtali." „Við höfum orð núverandi seðlabankastjóra fyrir því að þessir tveir náungar [innsk.blm. Davíð og Geir] hafi haft með sér samráð varðandi þessa lánveitingu," segir hann. „Ég er bara að vonast til þess að við fáum að vita hvers vegna þetta var gert, að 80 milljörðum var ráðstafað í hraði með þessum hætti, gegn lánareglum bankans og án tryggðra veða, daginn sem sem bankakerfið á Íslandi hrundi," segir Björn. Fjárlaganefnd mun hittast strax eftir helgi og segir Björn Valur að hann eigi von á því að nefndin lesi afritið yfir þar. Framhaldið sé óljóst þar til fjárlaganefndin hefur lesið útskriftina. Seðlabanki Íslands lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra 6. október 2008, tveimur dögum fyrir hrun bankans. Í vitnaleiðslum vegna Landsdóms í fyrra kom fram að upptaka af samtali Davíðs og Geirs um lánið væri til og óskuðu fjárlaganefnd og efnahags- og viðskitpanefnd eftir afriti af símtalinu - en án árangurs.Smugan greindi fyrst frá málinu í dag.
Landsdómur Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Sjá meira