Taka upp kvikmynd á átta dögum 27. febrúar 2013 11:00 Tökur eru hafnar á kvikmyndinni Fiskar á þurru landi í stúdíói Sagafilm við Laugaveg en myndin verður sýnd í tveimur hlutum á RÚV um páskana. Það eru ánægjulegar fréttir að RÚV hyggst taka virkan þátt í kvikmyndavorinu með því að bjóða upp á frumsýningu á glænýju íslensku efni um páskana. Fá fordæmi eru fyrir því og er þetta vonandi merki um það sem koma skal í ljósi aukinnar fjárveitingar til kvikmyndagerðar, segir meðal annars í fréttatilkynningu um verkefnið. Fiskar á þurru landi gerist á gistiheimili í litlu plássi út á landi en myndin er byggð á leikriti eftir Árna Ibsen. Handritið skrifuðu þeir Óskar Jónasson og Sjón en Óskar er enn fremur leikstjóri myndarinnar. Óskar er Íslendingum góðkunnur og hefur meðal annars leikstýrt sjónvarpsþáttaseríunum Pressa, Svartir englar og Stelpurnar.Búið er að byggja gistiheimilið í heild sinni í stúdíói Sagafilm. Það er gríðarlega mikil vinna sem liggur á bak við þessa metnaðarfullu sviðsmynd en upptökur á sjónvarpsmyndinni taka aðeins átta daga sem er talsvert styttra tökutímabil en gerist og gengur. Fjórir leikarar gæða persónur í Fiskar á þurru landi lífi. Það eru þau Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Sara Margrét Nordahl og Davíð Guðbrandsson. Myndin er framleidd af Sagafilm, stærsta framleiðslufyrirtæki landsins á sviði sjónvarpsþáttagerðar, sjónvarpsauglýsinga, kvikmyndagerðar og viðburða. Sagafilm hefur framleitt margar verðlaunuðustu sjónvarpsseríur landsins eins og Vaktarseríurnar, Pressu, Rétt, Ástríði og Svarta engla sem og kvikmyndirnar Bjarnfreðarson og Köld slóð.Sagafilm á Facebook.Davíð Guðbrandsson fer með hlutverk í Fiskar á þurru landi en margir muna eftir honum úr sjónvarpsþáttunum Svartir englar. Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Tökur eru hafnar á kvikmyndinni Fiskar á þurru landi í stúdíói Sagafilm við Laugaveg en myndin verður sýnd í tveimur hlutum á RÚV um páskana. Það eru ánægjulegar fréttir að RÚV hyggst taka virkan þátt í kvikmyndavorinu með því að bjóða upp á frumsýningu á glænýju íslensku efni um páskana. Fá fordæmi eru fyrir því og er þetta vonandi merki um það sem koma skal í ljósi aukinnar fjárveitingar til kvikmyndagerðar, segir meðal annars í fréttatilkynningu um verkefnið. Fiskar á þurru landi gerist á gistiheimili í litlu plássi út á landi en myndin er byggð á leikriti eftir Árna Ibsen. Handritið skrifuðu þeir Óskar Jónasson og Sjón en Óskar er enn fremur leikstjóri myndarinnar. Óskar er Íslendingum góðkunnur og hefur meðal annars leikstýrt sjónvarpsþáttaseríunum Pressa, Svartir englar og Stelpurnar.Búið er að byggja gistiheimilið í heild sinni í stúdíói Sagafilm. Það er gríðarlega mikil vinna sem liggur á bak við þessa metnaðarfullu sviðsmynd en upptökur á sjónvarpsmyndinni taka aðeins átta daga sem er talsvert styttra tökutímabil en gerist og gengur. Fjórir leikarar gæða persónur í Fiskar á þurru landi lífi. Það eru þau Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Sara Margrét Nordahl og Davíð Guðbrandsson. Myndin er framleidd af Sagafilm, stærsta framleiðslufyrirtæki landsins á sviði sjónvarpsþáttagerðar, sjónvarpsauglýsinga, kvikmyndagerðar og viðburða. Sagafilm hefur framleitt margar verðlaunuðustu sjónvarpsseríur landsins eins og Vaktarseríurnar, Pressu, Rétt, Ástríði og Svarta engla sem og kvikmyndirnar Bjarnfreðarson og Köld slóð.Sagafilm á Facebook.Davíð Guðbrandsson fer með hlutverk í Fiskar á þurru landi en margir muna eftir honum úr sjónvarpsþáttunum Svartir englar.
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp