Häkkinen: Hamilton að taka mikla áhættu Birgir Þór Harðarson skrifar 13. febrúar 2013 06:00 Häkkinen vonar að Mercedes nái árangri í Formúlu 1 í sumar. nordicphotos/afp Mika Häkkinen, tvöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og fyrrum ökuþór McLaren-liðsins, segir að Lewis Hamilton hafi tekið mikla áhættu þegar hann skipti frá McLaren til Mercedes-liðsins í vetur. Häkkinen ók nánast allan sinn Formúlu 1-feril hjá McLaren vann heimsmeistaratitlana árin 1998 og 1999 með liðinu. Hann segir Mercedes-bílana hafa verið undir pari síðan þýski bílaframleiðandinn snéri aftur í Formúlu 1 með silfurörvarnar sínar. Þeir verði að byrja að skila úrslitum áður en nýjar vélar verða kynntar á næsta ári. „McLaren er frábært lið og þeir stefna alltaf á sigur," sagði Häkkinen við Sky Sports. „Ég held að við munum vita það betur um mitt tímabil hvort það hafi verið mistök fyrir Hamilton að fara til Mercedes í vetur. Ég tel Hamilton hins vegar hafa horft á langtíma markmið sín í formúlunni þegar hann valdi Mercedes." Mercedes-liðið hefur aðeins unnið einn sigur á þessum þremur árum sem liðin eru síðan þeir snéru aftur í Formúlu 1. Sá sigur kom í Kína í fyrra þegar Nico Rosberg stýrði bílnum fyrstur yfir endamarkið í sérstökum aðstæðum. Häkkinen segir að Mercedes verði að skila árangri í ár. „Æfingarnar byrjuðu ekki vel fyrir þá í Jerez. Lewis klessti bílinn þegar bremsurnar biluðu. Það verður bara að kallast slæm byrjun á tímabilinu." Häkkinen talaði hins vegar vel um Sergio Perez sem leysir Hamilton af hjá McLaren. Perez hefur verið kokhraustur eftir fyrstu æfingarnar og segir McLaren-liðið uppfylla villtustu drauma sína. „Hann er sjálfsöruggur núna og stefnir að því að vinna mót og heimsmeistaratitla. Það eru jákvæð merki," sagði Häkkinen enn fremur. „Vonum að hann sé ekki of sjálfsöruggur því þá fer maður að gera mistök."Hamilton og Häkkinen eru ágætis félagar.nordicphotos/afp Formúla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Mika Häkkinen, tvöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og fyrrum ökuþór McLaren-liðsins, segir að Lewis Hamilton hafi tekið mikla áhættu þegar hann skipti frá McLaren til Mercedes-liðsins í vetur. Häkkinen ók nánast allan sinn Formúlu 1-feril hjá McLaren vann heimsmeistaratitlana árin 1998 og 1999 með liðinu. Hann segir Mercedes-bílana hafa verið undir pari síðan þýski bílaframleiðandinn snéri aftur í Formúlu 1 með silfurörvarnar sínar. Þeir verði að byrja að skila úrslitum áður en nýjar vélar verða kynntar á næsta ári. „McLaren er frábært lið og þeir stefna alltaf á sigur," sagði Häkkinen við Sky Sports. „Ég held að við munum vita það betur um mitt tímabil hvort það hafi verið mistök fyrir Hamilton að fara til Mercedes í vetur. Ég tel Hamilton hins vegar hafa horft á langtíma markmið sín í formúlunni þegar hann valdi Mercedes." Mercedes-liðið hefur aðeins unnið einn sigur á þessum þremur árum sem liðin eru síðan þeir snéru aftur í Formúlu 1. Sá sigur kom í Kína í fyrra þegar Nico Rosberg stýrði bílnum fyrstur yfir endamarkið í sérstökum aðstæðum. Häkkinen segir að Mercedes verði að skila árangri í ár. „Æfingarnar byrjuðu ekki vel fyrir þá í Jerez. Lewis klessti bílinn þegar bremsurnar biluðu. Það verður bara að kallast slæm byrjun á tímabilinu." Häkkinen talaði hins vegar vel um Sergio Perez sem leysir Hamilton af hjá McLaren. Perez hefur verið kokhraustur eftir fyrstu æfingarnar og segir McLaren-liðið uppfylla villtustu drauma sína. „Hann er sjálfsöruggur núna og stefnir að því að vinna mót og heimsmeistaratitla. Það eru jákvæð merki," sagði Häkkinen enn fremur. „Vonum að hann sé ekki of sjálfsöruggur því þá fer maður að gera mistök."Hamilton og Häkkinen eru ágætis félagar.nordicphotos/afp
Formúla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti